Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 114
Fr
óð
le
ik
ur
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
stl
ar
114
Spurning 6: a) Tölvusneiðmynd af höfði og hálsi án
skuggaefnis og tölvusneiðmynd af brjóst- og kviðarholi
með skuggaefni.
TS höfuð og háls eru tekin án skuggaefnis en það verður að taka TS
brjóst- og kviðarhol með skuggaefni svo hægt sé að greina áverka á
líffæri kviðarhols. Þú útilokar ekki innri blæðingu án skuggaefnis!
Spurning 7: b) Steinn í þvagvegum
Á myndinni sést steinn á mótum hægri þvagleiðara og þvag-
blöðru, nánar tiltekið í ostii blöðrunnar hægra megin. Ef grunur
um nýrnasteina þá skal taka TS þvagfærayfirlit, sem er rannsókn
án skuggaefnis. Nýrnasteinar eru háþéttir og geta valdið víkkun á
safnkerfi. Þegar myndirnar eru skoðaðar er mikilvægt að skoða nýru,
fylgja þvagleiðara alveg frá nýra og niður í þvagblöðru. Mjög algengt
er að þegar myndrannsókn er gerð sé steinninn staðsettur í ostii
blöðrunnar, svo ekki má gleyma að skoða þvagblöðruna.
Spurning 8: a) Frítt loft í kviðarholi
Hér sést frítt loft í kviðarholi sem er akút kírúrgískt ástand. Loftið
leitar upp og á þessari mynd liggur fría loftið bæði á milli þindar og
lifrar hægra megin og einnig sést loft á milli þindar vinstra megin og
þaninnar garnalykkju sem liggur undir þind.
Spurning 9: d) Gallsteinar
Þetta er klassísk saga fyrir gallsteina, verkir koma og fara þegar
gallgangar dragast saman. Minnisregla fyrir þann hóp sem helst
fær gallsteina er FFFF = Fat, Female, Forty, Fertile. Krabbamein í
brishöfði veldur oftast verkjalausri gulu. Sjúklingar með cholangitis
eru veikir að sjá, klassískt er Charcot’s triad sem lýsir sér með verk í
efri hægri fjórðungi (jákvætt Murphy’s teikn), hita og gulu.
Sýra í auga var grín.
Spurning 10: c) Ventilation/perfusion (V/Q) skann
V/Q skann hentar best þar sem hann er með króníska nýrnabilun
og bráðaofnæmi fyrir skuggaefni. Þar sem tölvusneiðmynd af
lungnaslagæðum er gerð með skuggaefni er ekki að hægt að notast við
þá rannsókn hér, eins og væri gert undir eðlilegum kringumstæðum
þegar grunur vaknar um lungnablóðrek. V/Q scan er ísótóparannsókn
sem metur loftflæði til lungna (ventilation) og blóðflæði í lungum
(perfusion). Sé lungnablóðrek til staðar er perfusion skert.
Röntgenmynd af lungum er hvorki næm né sértæk rannsókn fyrir
lungablóðrek.
Ómun af lungnaæðum er rannsókn sem ekki er til og því augljóslega
grín möguleiki.
Spurning 3: b) Loftbrjóst hægra
megin
Rétt svar er loftbrjóst hægra megin en það
gerist þegar loft kemst í fleiðruholið. Þegar
grunur leikur á loftbrjósti er mikilvægt
að taka útöndunarmynd auk hinnar
hefðbundnu innöndunarmyndar. Best er
að sjá loftbrjóst með því að fylgja útlínum
lungans en loft í fleiðruholi er svart á röntgen
mynd og leitar upp og því er algengast að sjá
loftrönd apicalt.
Spurning 4: a) Intracapsular brot.
Tekin er frontal mynd af mjaðmagrind og myndir af mjaðmarliðnum í tveimur plönum.
Útlínum beinanna er fylgt eftir og er rof í cortex merki um brot.
Spurning 5: e) b og c er rétt.
Á myndinni sjáum við bæði epidural hematoma og extracranialt hematoma.
Þegar spurt er um blæðingu í höfði er kjörrannsókn TS án skuggaefnis. Hér fyrir ofan eru
nokkur dæmi um blæðingar.
Myndin til vinstri sýnir subarachnoidal hemorrhage. Þessar blæðingar eru lang oftast
spontant blæðingar sem koma í kjöl far rofs á æðagúl.
Myndin fyrir miðju sýnir epidural hema toma en þá safnast blóð á milli dura mater og
höfuðkúpunnar. Algengt í kjölfar höfuðáverka. Blæðingin er gjarnan linsulaga.
Myndin til hægri sýnir subdural hematoma, þá safnast blóð á milli dura mater og arachnoidal
himnunnar. Einnig algengt í kjölfar höfuðáverka. Blæðingin er oft hálfmánalaga.