Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 103
Fr
óð
le
ik
ur
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
stl
ar
103
Hvað?
Tréklossar.
Af hverju?
„Sænsku tréklossarnir fylgdu mér frá sérnámi
mínu í Svíþjóð. Þessa brúnu er hægt að kaupa í
minjagripabúðum. Ég get gengið á tréklossum
allan daginn, kennt langar kennslustundir og
staðið í löngum aðgerðum án þess að þreytast.
Þetta eru langþægilegustu klossarnir og geta
enst í tugi ára. Það venst mjög fljótt að ganga
á trésólunum. Þeir haldast líka á floti í vatni.
Brúnu klossana hef ég átt í um 15 ár og það
sér varla á þeim. Hina tréklossana sem ég
nota í aðgerðum hef ég líklega notað í 30 ár,
það sér talsvert á þeim eftir mikla notkun.“
Hversu lengi?
„Upphafið má rekja til menntaskólaáranna í
MH. Þar var í tísku að klæðast tréklossum,
gallabuxum og mussu. Þessu klæddumst við í
öllum veðrum, jafnvel þegar snjóaði á veturna.
Á sumrin vann ég hjá Hannesi Blöndal við
að teikna anatómíumyndir. Upphaflega ætlaði
ég ekkert í læknisfræði, ég ætlaði að verða
listamaður“.
„ Ég get gengið á
tréklossum allan
daginn...“
Hannes
Petersen
Hvað?
Hálstaska.
Af hverju?
„Ég nota hálstöskuna því þetta er
þægilegasta kerfið. Hún inniheldur farsíma
minn, minnislykil til að flytja á milli gögn,
aðgangskort að Læknagarði, snertipenna
fyrir farsímann og persónuskilríki fyrir
Landspítalann. Ekki má gleyma RNA/DNA
töflunum, sem eru ómissandi. Ég hef alltaf
handfrjálsan búnað í eyrunum því þá get ég
svarað símanum undir stýri eða hvar sem ég
er staddur. Hálstaskan hvílir í passlegri hæð
fyrir prentarann á skrifstofunni og ég þarf þá
ekki að finna til auðkenniskortið. Það sama á
við í matsalnum.“
Hversu lengi?
„Ég hef notað hálstöskur frá því að farsímar
komu til sögunnar. Ég hélt satt að segja að
þetta kerfi yrði vinsælla. Ég hef prófað mörg
kerfi, til dæmis mittistösku, farsímahulstur
í belti og fleira en hef alltaf snúið aftur til
hálstöskunnar. Þessa tösku fékk ég að gjöf
einhvers staðar frá, hún er framleidd af
Victorinox og hefur reynst vel. Ég held að
hún sé keypt erlendis. Áður fyrr voru einungis
notuð píptæki á spítalanum, þá þurfti maður
að finna næsta síma hvort sem maður var
staddur innan eða utan spítalasvæðisins. Ég
vil ekki upplifa þá tíma aftur.“
„...hef alltaf snúið aftur til
hálstöskunnar.“J3