Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 8
Á
vö
rp
o
g
an
ná
la
r
8
verkferlum. Þau markmið, auk reynslusagna
og annarra upplýsinga má finna á heimasíðu
okkar, imsic.org.
Skiptinám
Sumarið 2015 fóru níu íslenskir læknanemar
til Indónesíu, Ítalíu, Danmerkur, Noregs,
Möltu og Bandaríkjanna. Að sama skapi
tók um við á móti nemum frá Austurríki,
Síle, Danmörku, Finnlandi, Gana, Hollandi,
Indónesíu, Ítalíu, Kanada, Slóvakíu, Svíþjóð,
Tævan og Þýskalandi.
Húsnæðismál
Grundvallaratriði þess að geta haldið út
skiptum sem þessum er að geta tekið á
móti og hýst erlenda læknanema. Áður fyrr
hafði Alþjóðanefnd afnot af húsnæði við
Kleppsspítala og sum arið 2014 fengum við
þar inni aftur. Það tókst fyrir tilstilli mikillar
elju fyrrum nefndar meðlima og mikils stuð-
nings frá Guðmundi Sævari Sævarssyni,
deildar stjóra á geðsviði og fleirum. Án þessa
væri ekki hægt að halda starfseminni úti og
eru þeim færðar góðar þakkir fyrir.
Félagslíf
Sumarið 2015 var afar líflegt og tókst okkur að
halda úti öflugu félagslífi fyrir skiptinemana
og okkur sjálf með góðri hjálp frá öflugum
tengiliðum. Í júlí var farin helgarferð á
Snæfellsnes og dagsferð þar sem meðal
annars var farið í hellaskoðun. Í ágúst var
farin helgarferð til Vestmannaeyja og keyrt
um Suðurlandið og var einnig farin dagsferð
um gullna hringinn. Eins voru haldin tvö
alþjóðakvöld þar sem allir buðu upp á mat
og drykk frá sínu heimalandi. Til viðbótar
við vikuleg bjórkvöld voru skiptinemarnir
einnig duglegir að fara í sund, fara í mat með
tengiliðunum og ferðast á eigin vegum.
Ráðstefnur og erlent samstarf
Í ágúst 2015 sendi Alþjóðanefnd þrjá
fulltrúa á AM í Möltu, þau Aðalheiði Elínu
Lárusdóttur, Árna Johnsen og Bjarna Rúnar
Jónasson og með í för var einnig fulltrúi frá
Lýðheilsufélaginu, Íris Kristinsdóttir. Þar
voru skiptasamningar fyrir næsta starfsár
gerðir, mynduð ný tengsl og tekið þátt í
almennri dagskrá. Í október 2015 sendi
Alþjóðanefnd svo sex fulltrúa á FINO í
Noregi þar sem meginstef ráðstefnunnar voru
nýju Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun og þar var Sæmundur
Rögnvaldsson, formaður FL, með í för.
Undan farin ár hefur sú umræða aukist að
önnur læknanemafélög á Íslandi eigi að taka
meiri þátt í alþjóðlegu samstarfi á vegum
IFMSA. Alþjóðanefnd fagnar því framtaki
og vill hvetja öll sín samstarfsfélög áfram á
þessari braut. Fyrir hvert samstarfsfélag er
tilsvarandi svið innan IFMSA þar sem hægt
er að láta til sín taka. Gott fyrsta skref er að
senda fulltrúa á alþjóðlegar ráðstefnur, skapa
sér tengiliði og taka þátt í starfseminni.
Framhaldið
Komandi sumar stefnir í metþátttöku
íslenskra læknanema í starfinu en fyrirhugað
er að 19 einstaklingar sæki skiptinám í
mánaðartímabil víðs vegar um heiminn.
Þetta ber vitni um hvernig þessu starfi hefur
vaxið ásmegin og áhuginn verið að aukast
undanfarin ár. Við höfum verið svo heppin
að fá gott fólk ár eftir ár, stjórnarmenn,
tengi liði og aðra, sem hafa unnið mikið og
óeigingjarnt starf í þágu Alþjóðanefndar. Það
er mikill heiður að hafa fengið að vinna með
öllu þessu frábæra fólki.
Enn eitt viðburðaríkt ár
Full trúa ráðs að baki. Dag-
skrá vetrarins er orðin
nokk uð stöð luð enda engin
ástæða til að breyta því sem
vel gengur.
Veturinn byrjaði með ný-
nema ferð þar sem nýir læknanemar hafa
tækifæri til að kynnast starfinu og hver öðrum,
stundum næstum því of vel. Næsti liður í
skemmtanalífinu er svokölluð Spiritusvígsla
læknanema þar sem nýnemar eru boðnir
velkomnir í deildina, kynntir fyrir eldri
nemendum og gert góðlátlegt grín að þeim í
leiðinni með myndbandi úr nýnemaferðinni.
Þrátt fyrir að spírinn heyri sögunni til er þetta
vanalega mjög skemmtilegt kvöld.
Vísindaferðadagskrá vetrarins hefur verið
mjög þétt og fjölbreytt og höfum við heimsótt
ýmis fyrirtæki sem tengjast náminu okkar
beint, til dæmis Neyðarlínuna, Kerecis, Sif
Cosmetics og Lyfju, en einnig fyrirtæki sem
eru ótengd læknisfræði sem þó eru flest mjög
áhugaverð.
Hið geysivinsæla Halloweenpartý var haldið
í fjórða skipti í ár þann 30. október á Hendrix
í Grafarvogi. Þar komu saman lækna-,
hjúkrunar fræði- og sjúkraþjálfunarnemar
eftir búningavísindaferð í Arion banka. Eftir
mikið glens og mikið gaman voru veitt verð-
laun fyrir þrjá bestu búningana. Þar af var
einn læknanemi, Kjartan Þórsson, sem mætti
í heimatilbúnum búning og gekk hann undir
nafninu „The Snake Whistler“.
Í nóvember voru stelpu- og stráka-
vísindaferðirnar haldnar með pompi og prakt.
Stelpurnar fóru í frábæra vísindaferð í Geysi
á Skólavörðustíg en strákarnir í Dáleiðslu-
skóla Íslands. Þetta eru alltaf vel heppnuð
kvöld og var sérstaklega vel tekið á móti
okkur í þess um áhugaverðu fyrirtækjum.
Farið var í skíðaferð lækna- og hjúkrunarfræði-
nema í janúar og var þessi ferð að venju
skemmtileg blanda af partýstandi og skíða-
mennsku. Vísindaferðir voru bæði á föstu-
deginum og laugardeginum en einnig bauðst
fólki að fara í Hlíðarfjall bæði laugardag og
sunnudag. Frábær ferð í alla staði!
Fótboltamót læknanema er orðið að árvissum
viðburði og gaman að sjá að læknanemar
kunna fleira en að lesa bækur og drekka bjór.
Fjórða árið vann karlaflokkinn eftir gífurlega
spenn andi úrslitaleik. Í kvennaflokki voru
best ar fyrsta árs stelpurnar en þær voru
jafnframt eina stelpuliðið og kepptu því við
öll strákaliðin og gáfu þeim lítið eftir.
Árshátíðin var haldin í Vodafone höllinni
þetta árið. Band-AIDS tryllti lýðinn eftir
dýr indis hlaðborð og var dansað fram á rauða
nótt! Snillingarnir á þriðja ári báru sigur úr
býtum í myndbandakeppni læknanema og
fengu Lúkasinn að launum.
Síðast en ekki síst voru læknaleikarnir haldnir
22. apríl síðastliðinn og kom fyrsta árið sterkt
inn og var það lið þeirra, Hi-C sem unnu
læknaleikana þetta árið.
Ég verð að segja að það hafa verið algjör
forréttindi að fá að skipuleggja félagslíf fyrir
jafn hresst og virkt fólk og læknanema og
von andi heldur það áfram næstu árin.
Ég vil nota tækifærið til að þakka kollegum
mínum í Fulltrúaráði, Sigrúnu Jónsdóttur og
Oddnýju Rún Karlsdóttur á fyrsta ári, Hrafni
Hlíðdal og Signýju Rut Kristjánsdóttur
á öðru ári, Valgerði Bjarnadóttur á fjórða ári,
Finnboga Ómarssyni á fimmta ári og Láru
Ósk Eggertsdóttur Claessen á sjötta ári fyrir
skemmtilegt samstarf, góða skipulagningu og
vel heppnað skítamix.
Fulltrúa ráð
Anna Guðlaug Gunnarsdóttir
formaður Fulltrúaráðs