Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 67

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 67
Fr óð le ik ur 67 Það eru til ýmsar minnisreglur til að muna atriðin í góðri verkjasögu, til dæmis SOCRATES minnisreglan sem tekur allt til greina nema fyrri sögu. Lífhimnubólga Hægt er fiska eftir einkennum um líf- himnu bólgu með því að spyrja hvernig hafi verið í bílnum á leiðinni (hraða- hindranir, beygjur). Sjúklingar sem lýsa versnun á verk við þetta og vilja helst liggja kyrrir eru líklega með lífhimnubólgu. Fyrra heilsufar Fyrra heilsufar er alltaf mikilvægt en hér viljum við aðallega fá fram sjúkdóma í stóru líffærakerfunum (hjarta- og æðakerfi, lungum og nýrum) og fyrri skurðaðgerðir. Lyf og ofnæmi Hjá sjúklingi með bráða kviðverki þarf sér staklega að spyrja um þrjá lyfja- flokka: • Beta blokkerar geta komið í veg fyrir að hjartað geti hert á sér og þannig dulið byrjandi lostástand þar sem sjúklingurinn sýnir ekki hraðan hjartslátt. • Bólgueyðandi lyf og sterar eru algengustu orsakir maga- og skeifugarnarsára og þar með rofi á slíkum sárum. Auk þess þarf að huga að álagssteraskömmtum hjá sjúklingum sem nota stera reglubundið til að koma í veg fyrir bráða vanstarfsemi á nýrnahettum. • Blóðþynningarlyf geta valdið sjáfsprottnum blæðingum en algengara er þó að snúa þurfi við blóðþynningu áður en hægt er að grípa inn í sjúkdómsferlið með skurðaðgerð. Mjög mikilvægt er að spyrja um of- næmi, sérstaklega ofnæmi fyrir skugga- efni og sýklalyfjum. Skoðun Það gildir það sama um skoðun og sögu hjá bráðveikum sjúklingi með óeðlileg lífsmörk, skoð unin þarf að vera mjög markviss. Það er alltaf nauðsynlegt að hlusta hjarta og lungu en það má gera stuttlega. Við kviðskoðun er mikilvægast að fá fram merki um lífhimnubólgu (bankeymsli, bein eymsli, óbein eymsli og sleppieymsli). Hjá sjúklingi með lífhimnubólgu er óþarfi að banka út lifur eða vökva í kviðarholi og oft má sleppa djúpu þreifingunni þar sem grunna þreifingin gefur nægar upp lýsingar. Ef sjúklingur er svo illa haldinn af verkjum að hann á erfitt með að leggjast á hliðina myndi ég jafnvel gefa afslátt af endaþarmsþreifingu en hún er annars algerlega nauðsynlegur hluti af skoðun sjúklinga með bráða kviðverki, sérstaklega ef þeir eru um neðanverðan kviðinn. Mismunagreiningar Áður en við hefjum uppvinnslu er nauð- synlegt að gera sér lista yfir mismuna- greiningar. Þá er gott að hafa í huga að verkir sem byrja án nokkurs (eða lítils) fyrirvara og verða strax mjög slæmir eru oft orsakaðir af rofi á görn, brisbólgu, nýrnasteini eða rofi á ósæðagúl. Verkir sem versna hægar geta verið frá ýmsum líff ærakefum, svo sem meltingar- færum (botnlanga bólga, gallblöðru- bólga, sarpa bólga, aðrar ristil bólgur og garna stífla), þvag færum (nýrnas teinn og sýking í nýra), æða kerfi (blóðþurrð í görn um) eða innri kyn færum kvenna (utanlegs fóstur, bólgur, sýkingar og blöðrur á eggjastokkum). Uppvinnsla Hvaða rannsóknir eru pantaðar fer eftir því hverjar helstu mismuna grein- ingarnar eru. Algengustu rannsóknir hjá sjúklingum með bráða kviðverki eru eftirfarandi: Blóðprufur Ekki venja ykkur á að panta alltaf allar prufur sem ykkur dettur í hug, það eru óvönduð vinnubrögð og ekki læknis- fræði auk þess sem það kostar bæði tíma og peninga. Blóðhagur er til að meta sýkingu, blæðingu, vökva jafnvægi og blæðingarhættu. Sölt in og krea tínín eru mikilvæg hjá sjúklingi með hita, uppköst eða niður gang. Kreatínín þarf að mæla hjá öllum sem mögulega eru á leiðinni í tölvusneiðmynd með skugga- efni. CRP er hjálplegt til að meta sýkingu eða bólgu. Lifrar- og brispróf á bara að panta ef sjúkdómar í þeim líffærum eru meðal mismunagreininganna. Það er gott að draga blóð í glösin fyrir blóðbankann um leið og aðrar prufur eru teknar, hvort þau eru send strax fer eftir hversu miklar líkur þið teljið á að sjúklingurinn sé á leið í bráðaaðgerð. Í blóðgasi höfum við mestan áhuga á laktati, ef það er hækkað er það vísbending um drep í görn. Þvagprufa Skoða á þvag hjá öllum sjúklingum með kviðverki, sérstaklega ef verkirnir eru um neðanverðan kviðinn. Það á að gera þungunarpróf hjá öllum konum á barneignaraldri. Myndrannsóknir Í bráðafasanum eru aðallega notaðar þrjár tegundir af myndgreiningu. Fyrst þarf að gera upp við sig hver spurningin er til röntgenlæknisins, síðan að velja þá myndgreiningaraðferð sem á best við. • Ómun lifur, gall og bris: Besta fyrsta myndrannsókn á þessum líffærum. • Abdomen yfirlit: Ábendingar eru frítt loft, garnastífla, garnaflækja (e. volvulus), hægðatregða og aðskotahlutur. Annað sér maður ekki á röntgenmynd af kvið. • Tölvusneiðmynd er viðeigandi hjá öllum öðrum sjúklingum. Meðferð Eins fram hefur komið er oft nauðsyn- legt að hefja fyrstu einkennameðferð áður en búið er að framkvæma sögu- töku og skoðun. Alla sjúklinga með bráða kviðverki skal hafa fastandi. Ef blóð þrýstingur er lágur og púls hár þarf að setja strax upp nál, helst tvær grófar nálar, og hefja vökvameðferð með Ringer laktat. Ef súrefnismettun er lág þarf að gefa súrefni. Ef ykkur grunar lost af völdum sýklasóttar þarf að gefa sýklalyf fljótt. Verkjastilling er mikilvæg en reynið að klára kviðskoðun áður en þið gefið verkjalyf. Sjúklingur sem er að kasta upp ætti að fá magasondu. Bráðveikir sjúklingar þurfa þvaglegg til að fylgjast með þvagútskilnaði en þvagútskilnaður er besti mælikvarðinn á hvort vökvameðferð sé að skila nægu flæði í gegnum lykillíffæri eins og nýrun. Sjúklingur með bráða kviðverki og óeðlileg lífsmörk á heima á sjúkrahúsi. Ef þið eru stödd með slíkan sjúkling í héraði, ekki hika við að flytja hann strax og fyrsta meðferð hefur verið hafin. Það á að kalla eftir áliti skurðlæknis sem fyrst því tíminn er dýrmætur ef koma þarf sjúklingi í bráðaaðgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.