Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 49
Ri trý nt e fn i 49 og samskiptafærni var óskert. Tæpum sex vikum eftir aðgerðina fór sjúklingurinn í endur aðgerð þar sem beinið sem tekið var áður var sett aftur. Tekin var þá sneiðmynd af höfuðkúpu og heilaslagæðum sem sýndi mikinn bata og blóðflæði um allt hægra heilahvelið, (mynd 4). Tíu mánuðum eftir aðgerðina getur sjúk- lingur beitt vinstri hliðinni þó hann geti ekki stundað íþróttir á afburðastigi eins og áður. Hann fer um án stuðnings og getur jafnvel stundað klettaklifur. Hann stundar nám í menntaskóla með jafnöldrum og þarf lengri próftíma en gengur annars vel. Þá lýsir hann að stundum sé hann reiður vegna áfallsins en er ekki dapur eða kvíðinn. Nýlegt taugasálfræðilegt mat sýnir minnkað yrt minni. Skert athygli og hvatvísi há honum enn, þannig að hann á í erfiðleikum með að nýta sér góða greind sína til fullnustu. Illkynja heilablóðfall Mikil blóðflæðisskerðing til heila veldur bjúg sem eykur rúmmál heilans og veldur hættu á haulun. Þannig getur mikil þrýstingsaukning sést við lokun á miðslagæð heilans nærri upp tökum æðarinnar, enda er það stærsta slagæð heilahvelsins, og allt næringarsvæði hennar verður fyrir blóðflæðisskerðingu1. Þetta leiðir til svokallaðs frumus kemmandi (e. cytotoxic) bjúgs, sem stafar af skaða á frum um heilans. Súrefnisskorturinn veldur skertri hæfni frumna til að verjast inn flæði katjóna þar sem orku skortir til að virkja dælur frumu himnunnar2. Vökvi safn ast í bæði tauga frumur og stoðfrumur sem sést vel á sveim myndum (e. diffusion scan) segulóm- rann sóknar þar sem sveim (e. diffusion) vatns er skert í drepinu1,2. Rúmmáls aukning á sér stað í óeftirgefan legu rými höfuð kúpunnar og þess vegna getur stórt drep aukið mjög innankúpu þrýsting. Bjúgurinn nær hámarki á fyrstu dögunum eftir áfallið1. Áður var talið að fjórir af hverjum fimm sjúklingum sem fengu hefðbundna meðferð (e. conserva tive treatment) létust og því er talað um ,,ill kynja“ heiladrep (e. malignant media syndrome)1,3. Vegna þessa var reynt að fjar lægja stóran hluta höfuð kúpunnar til að skapa viðbótar rými fyrir bólginn heilann (e. hemi craniectomy). Stórar slembirannsóknir á gildi þessara skurðaðgerða hafa birst á síðustu 10 árum og sýna betri lifun (mynd 5) með aðgerðinni4. Fyrstu niðurstöður komu fram árið 2007 við birtingu franskrar (DECIMAL) og þýskrar (DESTINY) rann- sóknar sem birtu sameiginlega niðurstöður sínar áður en rannsóknirnar sjálfar birtust síðar í sitt hvoru lagi5,6. Nýleg safngreining (e. meta­analysis) á bestu slembirannsóknum á gildi skurðaðgerða við illkynja heiladrepi sýndi að þeir sem geta lifað sjálf stætt eru 4,5 sinnum fleiri og dauðs föll eru 80% færri eftir aðgerð, miðað við sambæri leg tilfelli sem ekki fóru í aðgerð. Hins vegar eru 4,5 sinnum fleiri sem lifa við enn frekari fötlun en þeir sem ekki undir gengust aðgerðina7. Því þarf að meta í hverju einstöku tilfelli hvort gera á aðgerð af þessu tagi. Frekari rannsókna er þörf, sérstak- lega til að meta gagnsemi aðgerðarinnar í mismunandi aldurshópum og innan hvaða tímaramma eftir drep er heppilegast að framkvæma aðgerðina7,8. Taugasálfræðilegar rannsóknir sýna að hugræn geta er skert á mörgum sviðum eftir þessa aðgerð; minni, athyglisbeiting, ákvarðanataka, tungumál og rúmskyn dalar allt marktækt. Einnig þjást margir þessara sjúklinga af þunglyndi. Aðgerðin sem slík er þá eflaust ekki orsökin heldur drepið9. Þá hafa yngri sjúklingar betri horfur með tilliti til fötlunar, þjónustuþarfar og hugrænnar getu eftir aðgerð8,9. Meðan að hlutabrottnám höfuðkúpu eykur lifun þegar að illkynja bjúgur er til staðar þá er meðferð slags í sífelldu endurmati. Alteplase (gefið í bláæð) hefur verið notað með árangri í rúm 20 ár og mælt er með þeirri meðferð í viðeigandi tilfellum ef engar frábendingar eru til staðar. Sjúklingur verður þá að vera innan tímamarka til að blæðingaráhætta sé sem minnst og gagn af meðferð sé viðunandi10. Síðustu ár hafa orðið miklar framfarir í með- ferð og rannsóknir hafa sýnt að þegar blóðtappi er fjarlægður með þræðingu frá upptökum stórrar slagæðar í fremri blóðveitu heilans, þá batna horfur mjög. Það á bæði við um lifun og aukið sjálfstæði í athöfnum daglegs lífs. Þá er sjáanlegt á myndrannsóknum að mikil aukning er á blóðflæði um drepið á fyrsta sólarhring og viðhelst lífvænlegur vefur (e. penumbra) betur eftir slíkt inngrip11,12. Mynd 1. Segulómrannsókn við komu á LSH. Sjá má minnkaða æðateikningu í hægra heilahveli (svartar örvar sýna æðar í heilbrigða heilahvelinu). Þá er gráa efnið með auknu segulskyni og skil gráa og hvíta efnis eru tekin að óskýrast (hvítar örvar). Mynd 2. Sneiðmynd tekin á þriðja degi innlagnar. Sjá má drep sem er að afmarka sig á nánast öllu næringarsvæði miðslagæðar hægra heilahvels. Bjúgurinn er sjáanlegur og er miðlínuhliðrun 12 mm. Þá er hægra hliðlæga vökvahólf nánast fallið saman. Hér var ákveðið að setja sjúkling í aðgerð. Mynd 3. Tveimur dögum eftir aðgerð. Nú sést op eftir aðgerðina í höfuðkúpunni framantil hægra megin og miðlínuhliðrunin hefur minnkað. Mynd 4. Tveimur mánuðum eftir aðgerð má sjá að æðar hafa opnast í hægra heilahveli og miðlínuhliðrun er nánast gengin til baka, en þó eru æðar meira áberandi í vinstra heilahveli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.