Læknaneminn - 01.04.2016, Side 114

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 114
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 114 Spurning 6: a) Tölvusneiðmynd af höfði og hálsi án skuggaefnis og tölvusneiðmynd af brjóst- og kviðarholi með skuggaefni. TS höfuð og háls eru tekin án skuggaefnis en það verður að taka TS brjóst- og kviðarhol með skuggaefni svo hægt sé að greina áverka á líffæri kviðarhols. Þú útilokar ekki innri blæðingu án skuggaefnis! Spurning 7: b) Steinn í þvagvegum Á myndinni sést steinn á mótum hægri þvagleiðara og þvag- blöðru, nánar tiltekið í ostii blöðrunnar hægra megin. Ef grunur um nýrnasteina þá skal taka TS þvagfærayfirlit, sem er rannsókn án skuggaefnis. Nýrnasteinar eru háþéttir og geta valdið víkkun á safnkerfi. Þegar myndirnar eru skoðaðar er mikilvægt að skoða nýru, fylgja þvagleiðara alveg frá nýra og niður í þvagblöðru. Mjög algengt er að þegar myndrannsókn er gerð sé steinninn staðsettur í ostii blöðrunnar, svo ekki má gleyma að skoða þvagblöðruna. Spurning 8: a) Frítt loft í kviðarholi Hér sést frítt loft í kviðarholi sem er akút kírúrgískt ástand. Loftið leitar upp og á þessari mynd liggur fría loftið bæði á milli þindar og lifrar hægra megin og einnig sést loft á milli þindar vinstra megin og þaninnar garnalykkju sem liggur undir þind. Spurning 9: d) Gallsteinar Þetta er klassísk saga fyrir gallsteina, verkir koma og fara þegar gallgangar dragast saman. Minnisregla fyrir þann hóp sem helst fær gallsteina er FFFF = Fat, Female, Forty, Fertile. Krabbamein í brishöfði veldur oftast verkjalausri gulu. Sjúklingar með cholangitis eru veikir að sjá, klassískt er Charcot’s triad sem lýsir sér með verk í efri hægri fjórðungi (jákvætt Murphy’s teikn), hita og gulu. Sýra í auga var grín. Spurning 10: c) Ventilation/perfusion (V/Q) skann V/Q skann hentar best þar sem hann er með króníska nýrnabilun og bráðaofnæmi fyrir skuggaefni. Þar sem tölvusneiðmynd af lungnaslagæðum er gerð með skuggaefni er ekki að hægt að notast við þá rannsókn hér, eins og væri gert undir eðlilegum kringumstæðum þegar grunur vaknar um lungnablóðrek. V/Q scan er ísótóparannsókn sem metur loftflæði til lungna (ventilation) og blóðflæði í lungum (perfusion). Sé lungnablóðrek til staðar er perfusion skert. Röntgenmynd af lungum er hvorki næm né sértæk rannsókn fyrir lungablóðrek. Ómun af lungnaæðum er rannsókn sem ekki er til og því augljóslega grín möguleiki. Spurning 3: b) Loftbrjóst hægra megin Rétt svar er loftbrjóst hægra megin en það gerist þegar loft kemst í fleiðruholið. Þegar grunur leikur á loftbrjósti er mikilvægt að taka útöndunarmynd auk hinnar hefðbundnu innöndunarmyndar. Best er að sjá loftbrjóst með því að fylgja útlínum lungans en loft í fleiðruholi er svart á röntgen mynd og leitar upp og því er algengast að sjá loftrönd apicalt. Spurning 4: a) Intracapsular brot. Tekin er frontal mynd af mjaðmagrind og myndir af mjaðmarliðnum í tveimur plönum. Útlínum beinanna er fylgt eftir og er rof í cortex merki um brot. Spurning 5: e) b og c er rétt. Á myndinni sjáum við bæði epidural hematoma og extracranialt hematoma. Þegar spurt er um blæðingu í höfði er kjörrannsókn TS án skuggaefnis. Hér fyrir ofan eru nokkur dæmi um blæðingar. Myndin til vinstri sýnir subarachnoidal hemorrhage. Þessar blæðingar eru lang oftast spontant blæðingar sem koma í kjöl far rofs á æðagúl. Myndin fyrir miðju sýnir epidural hema toma en þá safnast blóð á milli dura mater og höfuðkúpunnar. Algengt í kjölfar höfuðáverka. Blæðingin er gjarnan linsulaga. Myndin til hægri sýnir subdural hematoma, þá safnast blóð á milli dura mater og arachnoidal himnunnar. Einnig algengt í kjölfar höfuðáverka. Blæðingin er oft hálfmánalaga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.