Læknaneminn - 01.04.2016, Side 26

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 26
Ri trý nt e fn i 26 Sjúkratilfelli Sjúkrasaga Áttræður karlmaður leitaði á Bráða móttöku Landspítalans í Fossvogi með sjúkrabíl um hádegisbil vegna kviðverkja sem höfðu vakið hann um morguninn. Verkurinn var verstur í miðlínu en lá eins og band væri strengt þvert yfir kviðinn neðan nafla. Einnig voru verkir í mjóbaki svipaðir verkjum sem sjúklingur hafði haft um árabil en höfðu þó versnað til muna þennan morguninn. Verkurinn var stöðugur og tengdist ekki hreyfingu. Ógleði og lystarleysi fylgdu og hafði sjúklingur kúgast og ropað en ekki kastað upp. Hægðir höfðu verið reglulegar dagana á undan og sjúklingur hafði hvorki merkt blóð með hægðum né svartar hægðir. Hann hafði verið slappur og þreklaus dagana fyrir komu en hitalaus. Kerfakönnun var að öðru leyti ómarkverð. Heilsufarssaga og lyf Ristilkrabbamein meðhöndlað með hlutabrottnámi hægri ristils 12 árum áður og aðgerð vegna kviðslits í skurðsári ári síðar. Yfirborðslægt þvagblöðrukrabbamein meðhöndlað með innhellingarmeðferð með veiklaðri berklabakteríu 7 árum áður. Saga um háþrýsting, langvinna bakverki og notkun bólgueyðandi lyfja um margra ára skeið. Reykingamaður með 60 pakkaár að baki. Tekur inn Hjartamagnýl®, amlodipine og celecoxib. Engin þekkt fjölskyldusaga um ósæðargúla né skyndidauða. Skoðun við komu á bráðamóttöku Sjúklingur var hitalaus með púls 82 slög/mínútu, blóðþrýsting 181/97 mmHg og súrefnismettun 97% án viðbótarsúrefnis. Hann var slapplegur og eilítið meðtekinn af verkjum og kúgaðist. Við skoðun á kvið mátti sjá og þreifa útbungandi, mjúkt og eymslalaust kviðslit í miðlínuöri sem auðvelt var að ýta til baka. Staðbundin þreifieymsli voru til staðar í vinstri neðri fjórðungi, einnig verkur sem leiddi yfir í hægri fjórðung við þreifingu vinstra megin. Ekki vöðvavörn. Engar fyrirferðir þreifuðust í kvið. Annað við skoðun var án athugasemda. Rannsóknir Blóðprufur voru innan marka og þvagstrimilpróf var neikvætt fyrir sýkingarteiknum en sýndi örðu af rauðum blóðkornum. Tölvu sneið- mynd (mynd 1) af kvið sýndi smávægilegan frían vökva og afhólfað frítt loft aðlægt hægri kviðvegg rétt neðan lifrar, aðlægt smágirnislykkju. Órofinn ósæðargúll, 6,6 cm í mesta þvermál, sást í kviðarholi neðan nýrnaslagæða án aðlægra bólgubreytinga. Gangur í legu Sjúklingur var lagður inn á almenna skurðdeild að kvöldi komudags Ósæðargúll í kviðarholi Tilfelli og yfirlitsgrein Klara Guðmundsdóttir fimmta árs læknanemi 2015-2016 Leiðbeinandi: Guðmundur Daníelsson sérfræðingur í æðaskurðlækningum Mynd 1. Tölvusneiðmynd af kviðarholi tekin við komu á bráðamóttöku. Sjá má ósæðargúl (A og B) og grun um frítt loft í kviðarholi (örvar á mynd C og D). Merkingar: * Skuggaefnisfyllt hol ósæðar; + Blóðsegi innan ósæðargúls.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.