Goðasteinn - 01.09.2004, Page 14
Goðasteinn 2004
Listamaður Goðasteins 2004 - Ottó Eyijörð Olason
Mér fannst ég fyllast nýjum krafti
og innri gleði
Sérlega fallegur garður. Fallegt hús. Snyrtimennska í öllu. Vallarhraut 10.
Hér hlýtur hann að eiga heima, þessi víðkunni maður. Ottó Eyfjörð Olason.
Listamaður Goðasteins 2004. Frægur fyrir Ijósmyndirnar sínar. Frægur fyrir
málverkin sín. Minna frægur fyrir harmonikkuleik og skrautritun.
Það er 16. maí 2004, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna. Klukkan er um
2 eftir hádegi. Hér á ég eftir að dveljast í tvœr klukkustundir. Tvœr gefandi
klukkustundir. Eg ætlaði að nota tímann til að taka viðtal. Spyrja spurninga ogfá
svör. En þegar Ottó sýndi mér viðtal sem tekið hafði verið við hann fyrir 6 árum
(Fréttir 25. árg., 34. tbl., 27. ágúst 1998) og ræðu sem Pálmi Eyjólfsson hafði
flutt við opnun málverkasýningar Ottós 1984, ákvað ég að láta slag standa og
nýta þessa stund frekar til að skoða, hlusta, skoða betur, njóta þess semfyrir augu
og eyru bar. Styðjast síðan við þessi gögn þegar ég skrifaði viðtalið, kominn heim
í Laugardal. Það er nú búið og gert. En þótt svör Ottós séu lærdómsrík og spenn-
andi, er þó enn meira um vert að njóta þess myndefnis sem viðtalinu fylgir. Því að
tómhentur fór ég ekki úr þessari heimsókn.
Heill sé listamanni Goðasteins 2004. Gefum honum nú orðið.
-o-o-o-
- Ég er fæddur í Eskihlíð (nú Skólavegur 36) í Vestmannaeyjum 19. ágúst
1928 og ólst þar upp til 11 ára aldurs. Foreldrar mínir voru hjónin Sólveig
Eysteinsdóttir úr Landeyjum og Oli Kristinn Frímannsson skósmiður. Þarna var
auðvitað margt brallað eins og Eyjapeyja er siður. Við vorum í fótbolta, fórum á
skauta, og svo lékum við okkur auðvitað á bryggjunni og umhverfis hana. Við
fórum upp á Heimaklett og sprönguðum í Hánni. Svo kepptumst við um að þekk-
ja hljóðin í bátunum í Vestmannaeyjum þegar þeir voru að koma og fara og
hljóðið endurkastaðist frá Heimaklettinum.
-12-