Goðasteinn - 01.09.2004, Side 27
Goðasteinn 2004
Ólafur Halldórsson, handritafræðingur
Umjarðskjálftann 14., 15. og
16. ágúst 1784
Texti sá sem er prentaður hér á eftir er varðveittur á sex blöðum sem eru bundin
aftan við bréfabók Finns Skálholtsbiskups Jónssonar (1704-89), Biskups-
skjalasafn A IV 25 í Þjóðskjalasafni. A stöku stað hefur molnað af blöðunum við
kjöl, og eru stafir og orðhlutar sem þar hafa glatast settir innan hornklofa hér á
eftir. Einnig hafa fáeinar breytingar verið gerðar frá því sem upphaflega var skrif-
að, og er sums staðar örðugt að sjá hvað hafi verið skrifað fyrst og hvað sé
breytingin. Þar sem þetta kemur fyrir er það sem ætla má að sé upphaflega skrifað
sett innan sviga á eftir leiðréttingunni og með þessu tákni á undan: <, t. d. 6 (< 5).
A blöðunum er skýrsla um tjón sem varð af landskjálftanum 14. til 16. ágúst árið
1784 í þremur sóknum í Rangárvallasýslu, Arbæjarsókn, Marteinstungusókn og
Hagasókn. Undir skýrsluna og eftirmálann hefur skrifað séra Ólafur Eiríksson
prestur í Guttormshaga (1749-90; hann var bróðir Jóns Eiríkssonar konferens-
ráðs), en hvorki er skýrslan né eftirmálinn með hans hendi. Með þessum blöðum
er bundið bréf Finns biskups Jónssonar. Texti bréfsins er á einni blaðsíðu,
þokkalega læsilegur, en utanáskrift hefur verið á hinni síðunni; sú blaðsíða hefur
síðar verið notuð til að skrifa á hana uppkast að bréfi, og hafa tveir menn skrifað
það uppkast, annar orðinn skjálfhentur mjög. Vegna þessa krabbs er örðugt að
ráða í utanáskriftina, en mér sýnist hún vera á þessa leið:
Til
prestanna í Hreppum
séra Jóns í Hruna, séra Sigurðar í Hól-
um, séra Sigurðar í Steinsholti og
séra Gests í Reykjadal, til hvers þetta
bréf á fyrst að berast og sendir hann
það að Hruna og so hver af öðrum.
-25-