Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 28
Goðasteinn 2004
Bréfið sjálft er á þessa leið:
Pro Memoria
Þar líklegt er að sá stóri jarðskjálfti, sem inn féll þann 14da hujus (þ.e. þessa
mánaðar) og eyðilagt hefur nokki'a bæi. en skemmt marga og fordjarfað bús-
gagn og atvinnu manna, muni eftir sig leiða aðskiljanlega umbreyting í safnað-
anna útvortis tilstandi, sem háyfirvaldinu á sem fljótast til vitundar að gefast, því
intimerast yður (< ykkur; þ.e. er yður trúað fyrir) hér með, að þér með allra
fyrstu hentugleikum tilsendið mér skýra undirrétting og uppskrift á því, hvað
stóran skaða þessi jarðskjálfti gjört hefur á sérhverjum bæ í yðar (< ykkar) sókn,
á þann hátt að uppteiknað sé: 1°. Hvað mörg hús séu aldeilis niður fallin. 2°.
Hvað mörg skemmd og löskuð. 3°. Hvört bóndans eignir, búshlutir og matvæli
hafi aldeilis fordjarfast, skemmst nokkuð eður lítið. 4°. Hvört gamalt örvasa fólk
eða aðrir hafa verið þar eður þar í nokkru sérdeilis lífsfári og hvernin frá því
frelsast. 5t0. Hvað víða hafi so mikið orðið að þessum skaða að bæir muni eyði-
leggjast eður fólk geti ei bjargvænlega við verið. Þetta á að skiljast um þá bæi
sem nokkuð töluverðan skaða tekið hafa, því þeir verða allir sérílagi að nefnast.
en á hina alla sem hafa lítið skaðast eður ekkert má að lykturn í einu minnast, á
þann hátt að þeir hafi að sönnu skaða tekið, en séu ennþá byggilegir. - 6°.
Hverjar náttúrlegar umbreytingar skeð hafi, so sem hvarf, uppkoma eður flutn-
ingur vatna eður hvera, gjár og sprungur orðið, etc. Þetta bréf á hið fljótasta milli
ykkar að berast og ei hjá neinum tefja lengur en einn dag, heldur directe og með
góðri skilaferð að sendast og skrifast upp á bréfið, nær það kemur og nær það
fer. En finnist hjá nokkrum hér útí forsómun, straffast sá með 4 skilldinga á (þ.e.
til) 1 ríkisdals múlkt.
Skálholti d/ 17daAugusti. 1784:/ Finnur Jónsson
Þetta bréf meðtók eg í Skálholti eftirmiðdag 18da hujus, en burtsendi það að
Hruna um hádegi 19da ejusdem (þ.e. sama mánaðar). Gestur Thorlaksson
Meðtekið 19da Augusti, en burt sent aftur þann sama dag. Jón Finnsson.
Meðtekið þann 20sda hujus að kveldi, en burt sent til Steinsholts á morgun eða
sunnudaginn, ef vötn og veður tilláta það. S. Þorleifsson.
Meðtekið 23ia þessa mánaðar, í burt sent directe í Skálholt 24da. S. Magnús-
son.
-26-