Goðasteinn - 01.09.2004, Side 29
Goðasteinn 2004
/
Skýrsla séra Olafs Eiríkssonar í Guttormshaga
Til andsvars uppá þau 6 spursmál sem af hans háæruverðugheitum er til sagt
að eftirgrenslast skuli, um öll hús í Arbæjar, Marteinstungu og Haga kirkju-
sóknum. 1. Niðurfallin. 2. Skemmd og löskuð. 3. Um bóndans skaða á eignum
sínum, búshlutum og matvælum. 4. Um ásigkomulag örvasa fólks eður barna,
item þeirra frelsi. 5. Um rímilegheit bjargvænlegs viðhalds fyrir bóndann. 6.
Um eftirgrenslan fyrirrennandi kenniteikna tilburðarins, so sem uppkomur,
flutnings vatna eður hvera, gjáa og stórsprunga, í þeim jarðskjálftum er hér
yfirgengu þann 14., 15. og 16. Augusti 1784.
Er sem fylgir:
I. í Árbæjar kirkjusókn.
Á Rauðalæk syðri eru 3 bændur og á jörðinni allri 17 hús að veggjum og
viðum niður fallin; 1 uppi hangandi að veggjum og viðum, so laskað að eigi er
brúkanlegt án mikils uppákostnaðar. Ekkert af búsgögnum so skemmt að ei
verði lagfært lil nota, og þar enginn matur annar til var en lítið af injólk,
skemmdist ei heldur annað. Þar skaðaðist enginn maður, ungur né gamall.
Jörðin er ekki byggilegri en eyðijörð, og þarf að byggjast aftur að stofni, og því
slútta eg mér að menn geti ekki bjargvænlega þar við verið. Engin kenniteikn
skeðu þar, sem aðgætt vóru, fyrir tilburðinn, en eftir hann formerktist þar sem
annars staðar sprungur í jörðinni og ljóst vatn í öllum uppsprettum.
Brekkur
Þar einn búandi. 12 hús að veggjum og viðum niður fallin, uppi hangandi
lambhús fyrir 10 lömb og fjárhellir mjög brotinn. Fátt af búsgögnum aldeilis
fordjarfað, en þó mjög bilað. Mjólk og ljósmatur allur sem til var skemmdur,
en ei annað af mat. Enginn maður, ungur né gamall, skaðast. Jörðin er ekki
byggilegri en eyðijörð og þarf að byggjast af stofni, eigi fólk við hana að
bjargast. Engar umbreytingar sáust þar fyrir tilburðinn; eftir hann þær sem áður
er um getið.
Rauðalækur efri
Þar einn búandi. 5 hús að veggjum og viðum niður fallin, 5 uppi hangandi, en
þó ei brúkanleg, nema með viðgjörðum. Engin búsgögn skemmd og ei annar
-27-