Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 30
Goðasteinn 2004
matur en mjólk sem til var. Enginn maður, ungur né gamall, skaðast. Jörðin er
með viðgjörðum bjargvænleg.
Litlatunga
Þar einn búandi. 1 hús að viðum niður fallið, 5 uppi standandi, þó mjög til
gengin og þurfa viðgjörða með tíðinni. Engin búsgögn skemmd og ei annar
matur en mjólk sem til var. Enginn maður, ungur né gamall, skaðast. Jörðin er
bjargvænleg, þó skaðast hafi.
Snjallsteinshöfði
Þar einn búandi. 7 hús að veggjum og viðum aldeilis fallin, 3 uppi hangandi,
þó brotin og til gengin og ei án aðgjörða brúkanleg. Engin búsgögn skemmd
og ei matur, nema mjólk sem til var. Eitt ungbarn undir húsum dáið. Einn kar-
lægur maður frelsaður fyrir hjálp þeirra er úti voru. Ei annað ungt né gamalt
fólk skaðast. Jörðin með stórum aðgjörðum viðværileg.
Snjallsteinshöfðahjáleiga
Þar einn búandi. 6 hús að veggjum og viðum niður fallin, 1 uppi hangandi,
brotið og til gengið. Fátt af búsgögnum aldeilis fordjarfað, en þó mjög bilað,
og ei annar matur skemmdur en mjólk sem til var. Enginn maður, ungur né
gamall, skaðast. Jörðin er lítið betri en eyðijörð til að byggja.
Moldartunga
Þar 3 búendur, hjá öllum 6 hús að viðum og mestan part að veggjum niður
fallin. 6 löskuð og til gengin og ei án aðgjörða brúkanleg. Engin búsgögn
skemmd og ei matur skemmdur, nema nokkuð af lýsi og mjólk sem til var.
Enginn maður skaðast. Jörðin er með aðgjörðum viðværileg.
Arnkötlustaðir
Þar einn búandi. 12 hús að veggjum og viðum niður fallin, 1 lítið lambhús uppi
hangandi. Engin búsgögn brotin og ei matur skemmdur, nema mjólk sem til
var. Enginn maður skaðast, ungur né gamall. Jörðin er ei byggilegri en eyði-
jörð og þarf að byggjast að stofni, eigi fólk við hana að bjargast. Þar jörðin í
landeigninni í 6 stöðum sundur sprungin og nú þeir skurðir 5 álna djúpir.
-28-