Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 32
Goðasteinn 2004
Árbær
Þar einn búandi. 8 hús að veggjum og viðum niður fallin, 8 uppi hangandi, en
þó flest óbrúkanleg, brotin og til gengin. Heyhrip og mjólkurtrog brotin og
mjólk skemmd til var, en ei annar. Enginn maður, ungur né gamall, skaðast.
Jörðin er með aðgerðum viðværileg.
Árbæjarhjáleiga
Þar einn búandi. 7 hús að veggjum og viðum niður fallin, 1 uppi hangandi,
brotið og til gengið. Engin búsgögn aldeilis brotin og ei annar matur skemmd-
ur en mjólk sem til var. Enginn maður, ungur né gamall, skaðast. Jörðin er lítið
byggilegri en eyðijörð.
Árbæjarhellir
Þar einn búandi. 4 hús að viðum niður fallin, en 2 uppi hangandi, þó brotin og til
gengin. Engin búsgögn brotin og ei annar matur skemmdur en mjólk sem til var.
Enginn maður, ungur né gamall, skaðast. Jörðin er með aðgjörðum viðværileg.
Gilsbakki
Þar einn búandi. 4 hús að viðum niður fallin, 1 uppi standandi, þó til gengið.
Engin búsgögn brotin, ei matur skemmdur, nema mjólk sem til var. Enginn
maður, ungur né gamall, skaðast. Jörðin er með aðgjörðum viðværileg.
Þegar jarðskjálftarnir yfir dundu var fólk flest úti við heyverk, en börnum og
vanfæru fólki sem í húsum var varð út náð áður þeir húspartar féllu sem það
undir var. Víða hefur jörðin sundur sprungið, bæði kringum bæi, holt og
mishæðir, líka með vatnsföllum, og eru þeir brestir líkir frostbrestum sem á
vetrum verða, en þó opnari og stærri.
II. í Marteinstungu kirkjusókn
Marteinstunga
Þar einn búandi. 3 hús fallin til grunna, 1 skemmt eður laskað. Búsgögn lítið
skemmd og ei annar matur en mjólk sem lil var. Engir þar skaðast, ungir né
gamlir. Jörðin er viðværileg með kostnaði.
-30-