Goðasteinn - 01.09.2004, Side 42
Goðasteinn 2004
Magnús Finnbogason frá Lágafelli:
Skemmtilegt strand!
Það mun hafa verið á annan dag hvítasunnu árið 1948 sem boð komu um
strandaðan bát á Krossfjöru og beðið var um aðstoð. Þetta var árið eftir að ég
fermdist og til stóð að við feðgar færum ríðandi til kirkju að Krossi en þar átti að
ferma þennan dag. Var veðri þannig háttað eftir því sem mig minnir að það var
suðaustankaldi, þurrt en skýjað loft og líklega þoka til hafsins, sem sagt blíðu-
veður og því tilhlökkunarefni að fara til kirkju ríðandi á Brodda, fola sem ég hafði
fengið í fermingargjöf árið áður og hafði verið að temja um veturinn og var
stoltur af.
Á þessum tíma voru Landeyjarnar á floti eins og þær höfðu verið frá upphafi
og samgöngur byggðust fyrst og fremst á að fara gangandi eða ríðandi, og að-
drættir voru á hestum og hestvögnum. Þó var á þessum tíma búið að byggja upp
hringveginn um miðsveitina, og þá var Erlendur á Skíðbakka búinn að fá
Chevrolet-vörubíl og Farmal-traktor þannig að samgöngubylting og vélvæðing
landbúnaðarins var í hyllingum við sjónarrönd.
En vrkjum þá aftur þar sem frá var horfið heim á Lágafellshlað. í stað þess að
fara til kirkju var stefnan tekin á útsuður fyrir vestan Ljótarstaði og suður á gljá.
Mýrin var mjög blaut á þessum tíma og suður við gljána var gróðurtorfan bók-
staflega á floti þannig að mýrin gekk í bylgjum þegar um hana var farið. Þetta
færi bagaði okkur feðga ekkert og hestana ekki heldur, enda allir vosinu vanir.
Við hröðuðum för okkar svo mikið sem hægt var miðað við aðstæður og í mér var
eitthvert sambland af eftirvæntingu og kvíða.
Þegar á strandstað var komið blasti báturinn við og sneri stefni skáhallt að
landi. Þetta var danskur bátur sem hét Klit Möller, aðeins mánaðar gamall eikar-
bátur í sinni fyrstu veiðiferð á snurvoð á Islandsmiðum, glæsilegur fiskibátur sem
angaði af viðar- og lakklykt. Þeir voru með veiðarfærin úti þegar þeir strönduðu,
en ekki minnist ég þess að hafa heyrt að fiskur væri um borð. Kannski var þetta
fyrsta halið. Fyrir í sandi voru nokkrir sveitungar okkar ásamt þremur úr áhöfn
skipsins, að mig minnir, en á bátnum voru fimm menn. Þegar okkur bar að var að
hækka í sjó, og var orðið ófært um borð, en fyrr um morguninn höfðu skipverjar
komist sjálfir í land þurrum fótum og höfðu með sér þrjár eða tjórar flöskur af
Álaborgarákavíti, en misstu eina í sjóinn.
-40-