Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 43
Goðasteinn 2004
Hannes lóðs VE 200
Báturinn var smíðaður úr eik f Danmörku
1948, 47 brúttólestir. 1 honum var 170 ha.
Hundested-vél. Eigendur voru Jóhann
Pálsson, Þorsteinn Sigurðsson, Gísli
Þorsteinsson og Agúst Matthíasson, Vest-
mannaeyjum, frá 4. des. 1951. Báturinn
var seldur 13. maí 1955 Fiskiðjunni hf.,
Vestmannaeyjum, hét þá Gylfi VE 201.
1958 var sett í bátinn 280 ha. MWM díe-
sel-vél. Var seldur 15. maí 1965 Friðrik Friðrikssyni og Kristjáni Gíslasyni,
Vestmannaeyjum. Var seldur 28. nóvember 1970 Grétari Þorgilssyni, Vest-
mannaeyjum. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn afskrá 21. september 1979.
Þessar óvenjulegu aðstæður þar sem engin hætta virtist á ferðum og skipsmenn
komnir í land með gleðigjafa með sér var ekki það sem við var búist. Mér er
minnisstætt þegar Guðmundur Pétursson var að traktera á þessu góðgæti með
orðunum: „Þér er óhætt að drekka þetta, Jónas bróðir, af þessu andskotans gutli
verður enginn maður fullur.“ En önnur varð raunin og kom það brátt í ljós.
Brátt var tekin um það ákvörðun að ekki væri þörf fyrir alla í sandi og fóru þeir
Krossbændur, Guðni Gíslason og Ólafur Sigurðsson, fljótlega áleiðis heirn, en á
Krossi voru kirkjugestir sem óðast að koma á staðinn. Fljótt fréttist um strandið,
en ekkert um hvernig til hefði tekist um björgun. Hitt olli bæði undrun og kvíða
sem jókst þegar Ólafur bóndi á Krossi var að detta af baki í mýrinni sunnan við
túnið, og þegar heim kom lá hann sem dauður væri á túngarði.
í fyrstu héldu menn að hann hefði orðið skyndilega fárveikur en fljótlega mun
hafa fengist á þessu eðlileg skýring hjá Guðna, sem breytti áhyggjum og kvíða í
góðlátlegt grín.
En í fjörunni gekk allt sinn vanagang. Fljótlega eftir að við komum í sand
komust Danirnir um borð aftur en skildu löggina eftir. Heimamenn voru um kyrrt
í sandi ef einhvers þyrfti með. Brátt kom að því að flaskan tæmdist og leið þeim
Guðmundi Péturssyni, síðar bónda í Stóru-Hildisey, og Elís Hallgrímssyni bónda í
Hallgeirseyjarhjáleigu, ættuðuin úr Grundarfirði, bölvanlega, vitandi að um borð
var nóg efni til að viðhalda gleðinni, en orðið svo hátt í sjó að gersamlega ófært
var að komast um borð. Því gengu þeir fram og aftur með sjónum í þeirri von að
finna flöskuna sem fór í sjóinn en án árangurs.
-41-