Goðasteinn - 01.09.2004, Page 47
Goðasteinn 2004
Viðar Bjarnason á Ásólfsskála:
Eftirminnileg
Júgóslavíuferð
Það var á vordögum 1998 þegar ég vann að grjóthleðslu við Skógakirkju að ég
var kallaður í símann, sem ekki er í frásögur færandi, en í símanum var frændi
minn Bergur Pálsson í Hólmahjálegu. Bergur kom beint að efninu og spurði hvort
ég ætti orf og hvort ég kynni að slá. Eitthvað varð mér svarafátt en játti með sem-
ingi. Upplýsti frændi þá að Bændasamtök íslands hefði haft samband við sig og
beðið sig að útvega sláttumann sem gæti farið um miðjan júlí til Júgóslavíu og
tekið þátt í sláttukeppni sem þar yrði haldin.
Lítið vissi hann um tilhögun keppninnar eða nákvæmlega um hvað málið sner-
ist, en innti mig alvarlega eftir því hvort ég kynni að slá og hvort ég væri tilbúinn
að taka þetta að mér.
Eftir að hafa fengið nokkurra daga umhugsunarfrest og kannað málið nánar
ákvað ég að slá til og taka boðinu.
Það sem var í boði var ferð til Júgóslavíu 15. júlí og til baka, á okkar kostnað,
en uppihald þar í eina viku með maka yrði frítt.
Milligöngumaður um þessa ferð var Björn Olafsson arkitekt, búsettur í París,
sem mjög erfitt var að ná sambandi við. Hann tjáði mér að vinur sinn í Belgrað
hefði beðið sig að útvega sláttumann frá Islandi til þátttöku í sláttukeppni sem
fram færi í bænum Liege, 100 km. sunnan við Belgrað. Keppni þessi væri í
tengslum við árlega útihátíð sem þar væri haldin.
Vegabréf frá íslandi verða að vera sérstaklega stimpluð til Júgóslavíu, en á
íslandi er ekki sendiráð fyrir Júgóslavíu heldur, er eitt sendiráð fyrir Norðurlöndin
í Stokkhólmi. Þess vegna hafði ég samband við júgóslavneska sendiráðið í
Stokkhólmi og fór fram á að fá áritun á vegabréf fyrir okkur með símbréfi.
Eftir að hafa hringt næstum daglega til Stokkhólms án árangurs varðandi
vegabréfsáritum keyptum við farseðla frá Islandi til Belgrað með von um að fá
áritað í júgóslavnesku ræðismannsskrifstofunni í Frankfurt. Lögðum við af stað
frá Keflavík árla dags 15. júlí 1998 með farangur sem í var m.a. íslenskur
þjóðbúningur, fenginn á leigu að hluta hjá Þjóðdansafélaginu og að hluta hjá
Þjóðleikshúsinu, ásamt orfi og ljá og nauðsynlegum persónulegum hlutum.
-45-