Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 48
Goðasteinn 2004
Orfið fékk ég að láni hjá Magnúsi Tómassyni í Skógum, ekta íslenskt tréorf
með hefðbundnum járnhólkum fyrir ljáfestingu. Ljáinn átti ég sjálfur, vel brýn-
dan, óslitinn Eylandsljá.
Strax í Keflavík kom í ljós að íslenskt orf var ekki hannað fyrir hin hefð-
bundnu flugvallarfæribönd, en okkur var tjáð að við fengjum það flutt og afgreitt í
Frankfurt eins og annan farangur.
Við lentum svo í Frankfurt kl. 13:15 að staðartíma með allt okkar hafurtask.
... íslenskt orf var ekki hannað fyrir hin hefðbundnu flugvallar-
færibönd...
Við áttum að mæta í flug til Belgrað kl. 15. Nú reið á að nýta tímann. Við tók-
um leigubíl frá flugvellinum niður í miðborg Frankfurtar, þar sem júgóslavneska
ræðismannsskrifstofan er til húsa rétt vestan við ána Maine, sem skiptir borginni í
tvo hluta. Eg bað leigubflstjórann að bíða smástund meðan ég fengi áritað. Hann
hristi höfuðið en beið samt. Við Jóna konan mín gengum inn í þrönga hliðargötu
fulla af fólki sem stóð í óreglulegri biðröð sem lá að gömlu þrílyftu húsi. Á stein-
tröppum sem voru á annarri hæð stóð maður sem pikkaði út einn og einn úr röð-
inni eftir geðþótta að okkur fannst.
Við Islendingar höfum ekki alist upp í biðröðum, síst sveitamenn, svo að við
urðum fljótt óþolinmóð og reyndum að ota okkar tota, enda beið leigubfllinn.
Fólkið í biðröðinni, sem var að stærstum hluta af slavneskum ættum, sýndi
okkur ótrúlega tillitsemi þannig að ég komst fljótt nærri þeim sem stóð á tröpp-
unum og komst inn í afgreiðsluna.
Eftir að hafa sýnt íslenskt vegabréf var mér sagt að það vantaði fleiri pappíra
og myndir og það yrði opnað kl. 9:15 næsta dag.
Þar með var vonin um að ná bókuðu flugi til Belgrað úr sögunni og við
gengum vonsvikin út í leigubílinn.
I nágrenninu við ræðismannsskrifstofuna var ágætt hótel, sem við gistum á.
Sneinma um morguninn fórum við í passamyndatöku og síðan í ræðismannsskrif-
stofuna. Þegar þangað kom var það sama upp á teningnum, nema hvað biðröðin
var ennþá lengri. Sama baráttan hófst að nýju og eftir mikinn barning komumst
við inn í húsið, í biðsal fullan af fólki. I öðrum enda hans var lúga með rennihurð
fyrir sem opnaðist öðruhvoru. Sást þá andlit á miðaldra konu með svört spangar-
gleraugu, heldur óásjálegri svo ekki sé meira sagt. Um leið og lúgan opnaðist
reyndi fólkið að troðast að og koma sínum skilríkjum að. Ymist þreif konan papp-
írana af fólkinu með miklum þjósti og orðaflaum eða hún skammaðist og skellti
aftur svo veggurinn titraði.
-46-