Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 50
Goðasteinn 2004
Flugmiðinn var að hluta orðinn ógildur og urðum við að borga 30 þús. kr.
aukalega vegna eins dags seinkunar. Vélin var frá serbnesku flugfélagi og vægast
sagt mjög illa til höfð, skítug og illa máluð að utan og innviðir álíka tilhafðir.
Fyrir flugtak tilkynnti flugfreyjan að þetta væri reyklaust flug, en eftir að við vor-
um komin í ca. 1.000 feta hæð tóku flestir upp sígarettur og reyktu svo að
andrúmsloftið varð mettað af reyk.
Við lentum í Belgrað um fimmleytið að staðartíma. I flugstöðinni beið okkar
bíll og bílstjóri ásamt túlk, en hann var tólf ára serbneskur strákur sem hafði fæðst
í Bandaríkjunum og var uppalinn þar til 7 ára aldurs, en móðir hans hafði stund-
aði læknanám þar.
Nú var ferðinni heitið í suður frá Belgrað til bæjarins Liege. Farkosturinn var
20 ára gömul Lada, heldur illa til höfð. Ég settist frammi í og ætlaði að setja á
mig öryggisbelti. Þá hristi bílstjórinn höfuðið því það stóð fast og hafði aldrei
verið notað. Beltið hjá Jónu fannst alls ekki. Þegar við komum út úr borginni og
hraðamælirinn sveiflaðist yfir 140 km á vegi sem aðeins hafði eina akrein í hvora
átt fór að fara um okkur. Mikil umferð var á þessari leið og sérstaklega miklir
þungaflutningar, mikið um framúrakstur, og ef eitthvað fór úrskeiðis var hnefinn
settur fram í rúðuna, lamið í stýrið og öskrað.
Allt gekk þetta þó slysalaust á áfangastað. Okkur var ekið á nýlegt hótel í
útjaðri bæjarins Liege. í hótelgarðinum var mættur bæjarstjórinn ásamt föruneyti
og tók á móti okkur með hlýhug og rausnarskap. Að serbneskum sið var heilsast
með kossum vinstri, hægri, vinstri, og síðan boðið til matarveislu þar sem borð
svignuðu af kræsingum undir trjákrónunum. Undir borðhaldinu f garðinum lék og
söng tríó létta serbneska tónlist okkur til heiðurs. Að máltíð lokinni var boðið upp
á drykki, svo sem serbneskt rauðvín og landa.
... Farkosturinn var 20 ára gömul Lada, heldur illa til höfð. Eg sett-
ist frammi í og ætlaði að setja á mig öryggisbelti. Þá hristi bílstjórinn
höfuðið því það stóð fast og hafði aldrei verið notað....
Samskipti við gestgjafana voru nokkuð stirð þar sem túlkurinn Urack var sá
eini sem talaði ensku og varð að túlka allt sem okkur fór á milli.
Við dvöldum svo í góðu yfirlæti á þessu hóteli næstu daga en laugardaginn 18.
júlí var okkur ekið á einkabílnum, þ.e. Lödunni, í átt til fjalla en þar skyldi halda
hátíð þar sem sláttukeppnin átti að fara fram.
Ferðin tók um klukkutíma og höfðum við þá náð 700 m. hæð og vorum komin
upp á fjall sem heitir Rajak. Fjöldi fólks var mættur á staðinn og mikið mannlíf.
-48-