Goðasteinn - 01.09.2004, Side 60
Goðasteinn 2004
Einhvern tíma í maí kom Sigurður svo heim. Komst hann með bíl austur að
Vorsabæ þar sem þeir Þorsteinn og Olafur synir hans, ásamt Halldóri bróður hans
á Skíðbakka, biðu með hest handa honum. Þess minnist Ólafur sérstaklega að
þegar heim var komið hafði sigið bólga niður í fætur föður hans, þannig að hann
komst ekki úr stígvélunum fyrr en hann hafði legið töluverðan tínia uppi í rúmi
með fæturna upp í loftið.
Það sem nú hefur verið sagt er aðeins annálsbrot úr lífi Sigurðar þennan vetur.
Er þá næst fyrir að snúa sér að öðrum fjölskyldumeðlimum og þá fyrst og fremst
Guðríði konu hans sem heima var með börn og bú, sjálf alvarlega veik innvortis,
auk þess að hún hafði engan veginn jafnað sig af síðasta barnsburði, 18. nóvem-
ber 1938.
Um útiverk og gegningar munu elstu börnin hafa getað séð að mestu hjálpar-
lítið, enda stutt til góðra granna, hafi einhvers óvenjulegs þurft með og nágrannar
fljótir til ef eftir var leitað. Undir vorið er Guðríður flutt til lækninga með bfl
suður til Reykjavíkur. I fyrstu mun hún hafa dvalið hjá Guðrúnu systir sinni á
Hringbraut 202. Hún er svo lögð inn á Landsspítalann þar sem hún lá frá 5. júní
til 23. júní. Þar var hún skorin upp við gallsteinum. Held ég að sú aðgerð hafi tek-
ist eftir vonum, þótt hún næði aldrei fullri heilsu og yrði að hlífa sér við erfiðari
verkum sem voru mikil viðbrigði frá því sem áður var því hún var orðlagður
dugnaðarforkur.
En þegar húsmóðirin var farin og húsbóndinn ekki kominn heim varð að grípa
til einhverra ráða svo búskapurinn gæti gengið eðlilega. Fjögur elstu börnin tóku
að sér búskapinn, en til að létta á heimilinu var yngri börnunum komið í tíma-
bundið fóstur fáar vikur. Ingunn mun hafa farið að Önundarstöðum þar sem hún
hafði verið áður sem barnapía. Soffía fór til Reykjavíkur til mikillar vinkonu
Guðrúnar móðursystur sinnar sent kölluðu var Síta. Auður Kristín fór til frænd-
fólks og vina á Bakka. Guðrún Lára var heima á Lágafelli hjá pabba og mömmu.
En Hjördísi um það bil 4 mánaða gamla tóku í fyrstu hjónin Guðrún Nikulásdóttir
og Halldór Þorsteinsson, bróðir Sigurðar, bóndi á Skíðbakka, síðar fór hún til séra
Þorsteins Lúters Jónssonar, bróðursonar Sigurðar og konu hans, Júlíu Matthías-
dóttur. Þau voru barnlaus og fýsti mjög að fá Hjördísi sem kjördóttur, þó ekki
væri það upphafleg ætlan þeirra Kúfhólshjóna. Þróuðust mál þó á þann veg
nokkrum árum síðar er þau prestshjón voru á leið til Svíþjóðar þar sem Þorsteinn
var að fara í framhaldsnám um eins árs skeið. Fengu þau ekki að fara með barnið
án formlegrar ættleiðingar. Svo það varð úr að þau ættleiddu telpuna og átti hún
hjá þeim glaða og góða æsku. En það vissi ég þó að alla tíð saknaði Guðríður
hennar úr hópnum sínum, þó hún vissi vel að hún hefði bæði ást, atlæti og verald-
leg gæði sem best varð á kosið. Hinar systurnar munu hafa farið heim fljótlega
eftir að Guðrfður kom heim og lífið féll í eðlilegan farveg eftir því sem aðstæður
-58