Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 62
Goðasteinn 2004
Ragnar Böðvarsson
Fjögurra barna móðir
/ prestsþjónustubœkur eru skráðar fceðingar, fermingar giftingar og dauðsföll í
prestakallinu og ennfremur flutningur fólks inn íprestakallið og úr því. Viðfyrstu
sýn virðast þetta eingöngu þurrar upptalningar, en bak við þœr getur leynst löng
saga. Við ber að sagan bak við það sem presturinn hefur greinilega látið undir
höfuð leggjast aðfesta á blað er engu ómerkari.
Nokkru fyrir 1830 hófu búskap í Bollakoti í Fljótshlíð hjónin Magnús
Sigurðsson og Margrét Einarsdóttir. Bæði voru þau Rangæingar, Magnús frá
Amundakoti í Fljótshlíð og Margrét frá Vatnshól í Landeyjum. Börn eignuðust
þau átta á tíu árum og komust fimm til fullorðinsára. Börnin nutu móður sinnar
ekki lengi, því að nokkrum dögum eftir að hún ól áttunda barnið í mars 1838 lést
hún af afleiðingum barnsburðarins og sonurinn ungi daginn eftir. Magnús bóndi
hlaut nú að vinna einn fyrir sér og börnum sínum uns til hans réðst rúmlega fertug
kona, Sigríður Sigurðardóttir að nafni. Tók hún fljótlega að sér forstöðu heimilis-
ins og son áttu þau Magnús saman. Þessari fjölskyldu var þó ekki ásköpuð löng
samvera, í júní 1845 dó Magnús bóndi af „umgángsveiki meðfylgjandi eigin
krankleika" segir í kirkjubók, 54 ára gamall. Sama sumar tvístraðist heimilið.
Sonur Sigríðar fylgdi henni en eldri börnin fóru í fóstur eða til snúninga á ýmsa
bæi. Kristín hét eitt þeirra, hún var fædd 2. mars 1832 og því þrettán ára ára þegar
hún missti föður sinn. Hana tóku barnlaus hjón á miðjum aldri, Einar Sveinsson
og Guðrún Jónsdóttir á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, og í sóknarmannatali þá
um haustið er hún sögð tökubarn á bænum. A Þorleifsstöðum átti hún heima
næstu ellefu árin og með hækkandi aldri fékk hún stöðu vinnukonu. Engar sögur
fara af uppvexti hennar, við húsvitjun 1847 er hún sögð kunna „allvel“, en þegar
hún fermist er „kunnátta heldur dauf, hegðan allgóð“.
Þorleifsstaðir eru í Króknum inn af Þríhyrningi. Þar eru jarðir víðlendar og
sauðland gott. Einn bærinn hét Rauðnefsstaðir og þar bjó um fimmtíu ára skeið
maður að nafni Þorgils Jónsson. Hann var á sextugsaldri er hér kemur sögu, dug-
mikill stórbóndi og nokkuð mikill fyrir sér, greindur og glaðbeittur. Af sjálfu
leiddi að mikil kynni voru með fólki á bæjum þessum, mörg spor húsbænda og
hjúa hlutu að liggja um haga og götur milli þeirra. Dró svo til þess sem verða vill,
-60-