Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 70
Goðasteinn 2004
Fyrirþví og í krapti valds þess, sem mjer við tilskipunina frá 24. Janúar
1838 gr. 10 er heimilað, leyfist hjer með eptir kringumstæðum máls þessa,
að lögsókn afhendi rjettvísinnar falli hurt með því skilyrði að nefnd Kristín
Magnúsdóttir samkvœmt tilskipunfrá 24. Jan. 1838 gr. 12 gjaldi 8 ríkisdala
sekt til Justitskassans og vilduð þjer þóknanlega gjöra skil á því við
landfógetann.
Skyldi hlutaðeigandi ekki geta goklið sekt þessa strax, mœtti Yður, herra
sýslumaður, þóknast að gefa henni hœfilegan frest eptir kringumstœðunum,
sem þó ekki sje lengri enn hálft áir, en efhiin ekki innan þess tíma hefir
goldið sektina, skal sektin afplánast með 6 vandarhagga refsingu, og vilduð
þjer í því efni framkvæma ráðstafanir þær, er nauðsynlegar eru, samt gefa
mjer skýrslu þar að lútandi.
Hilmar Finsen
Þórður Guðmundsson lét af starfi sýslumanns haustið 1866 og í hans stað var
settur Lárus Sveinbjörnsson sem gegndi starfinu uns Þorsteinn Jónsson tók við. I
Fógetabók Arnessýslu finnast engin merki þess að reynt hafi verið að framfylgja
dómnurn yfir Kristínu, innheimta sekt eða framkvæma vararefsinguna. Nú verður
ekki um það sagt hvort valdsmenn svæfðu málið eða frestuðu því viljandi eða
óviljandi, en refsingar fyrir legorðsbrot voru afnumdar fám árum eftir þetta.
Kristín dvaldist næstu árin í Skógsnesi ásamt meinabarni sínu, en í árslok 1869
voru þau mæðginin komin til ungra hjónaleysa sem bjuggu í Króki í Pörtum,
Bjarna Snæbjörnssonar og Þuríðar Magnúsdóttur. Og nú fór að styttast í veru
Kristínar í Flóanum, árið 1870 flutti hún frá Króki austur að Stórólfshvoli í
Flvolhreppi og gerðist vinnukona hjá Jóni Brynjólfssyni bónda þar og konu hans
Þorbjörgu Nikulásdóttur. Tvíbýli var á Stórólfshvoli. Á hinni jörðinni bjó Eyjólfur
Pálsson, Skaftfellingur að uppruna, dugandi maður og nefndarbóndi. Hann var
um fimmtugt þegar hér var komið sögu og kona hans Salvör Bjarnadóttir á
svipuðum aldri. Nokkuð var Eyjólfur upp á kvenhöndina, hafði átt eitt barn fyrir
giftingu og annað framhjá konu sinni. Það leið heldur ekki á löngu þar til náin
kynni tókust með honum og nýju vinnukonunni hjá mótbýlismanninum. Hún
hafði að vísu tapað einhverju af töfrum æskunnar en hlotið í staðinn þokka
þroskaðrar konu og nú leiddi návistin við hana Eyjólf bónda út á braut freistingar
sem hann fékk ekki staðist.
Þann 27. ágúst 1871, rúmu ári eftir að Kristín tók heima á Stórólfshvoli ól hún
dreng sem hlaut nafnið Einar. „Móðir Kristín Magnúsdóttir, ógipt vinnukona á
Stórólfshvoli, lýstur faðir Sgr. Eyjólfur Pálsson bóndi sst. sem við gengst. Hennar
4. legorðsbrot, hans 2. hórdómsbrot, hún 39 ára.“ Þannig segir frá fæðingu Einars