Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 72
Goðasteinn 2004
og seinna stundaði hann svipuð störf í Reykjavík. Þau Þórunn áttu sex börn.
Þorsteinn lést 1915.
Margrét Magnúsdóttir var strax á fyrsta ári tekin til fósturs af Lofti Guðnasyni
og Önnu Guðmundsdóttur á Klasbarða í Vestur-Landeyjum. Hún varð svo vinnu-
kona á Klasbarða og tók þar saman við Þorvarð Sigurðsson. Þau voru bæði í
nokkur ár vinnuhjú á bænum, bjuggu svo í fáein ár í Berjaneshjáleigu, voru síðan
aftur í vinnumennsku og ekki alltaf saman. En 1908 gengu þau í hjónaband og ári
síðar hófu þau búskap í Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum þar sem þau bjuggu
um tíu ára skeið. Börn þeirra voru fimm. Síðast áttu þau heima hjá syni sínum á
Glæsistöðum. Margrét dó 1947.
Þegar Kristín fluttist austur að Stórólfshvoli 1870 varð Jón sonur hennar og
Þorsteins prestssonar á Krossi eftir í Flóanum. Hann ólst upp hjá Friðriki
Bergssyni og Guðfinnu Guðmundsdóttur í Selparti, en um 17 ára aldur fór hann
til vistar á aðra bæi og var orðinn vinnumaður á Hæringsstöðum 1890. Þar kynnt-
ist hann Þuríði Arnadóttur undan Eyjafjöllum og hófu þau búskap í Valdakoti í
Sandvíkurhreppi 1893 eftir að hafa verið um hríð í vinnumennsku. Bærinn í
Valdakoti hrundi í jarðskjálftunum 1896 og varð fjölskyldan að flytja á brott og
tók þá heima í Görðum á Eyrarbakka. Þau urðu örlög Jóns að hann lést af
afleiðingum slyss er hann varð fyrir þegar uppskipunarbát sem hann var á hlekkt-
ist á í lendingu í ágúst 1898. Börn Jóns og Þuríðar voru fimm.
Einar Eyjólfsson, yngsta barn Kristínar ólst upp hjá föður sínum og stjúpu á
Stórólfshvoli og síðar í Langagerði. Innan við tvítugt réðst hann vinnumaður að
Ólafsvöllum á Skeiðum, en 1898 flutti hann ásamt heitkonu sinni Nikolínu
Björnsdóttur að Leiðólfsstöðum í Stokkseyrarhreppi þar sem þau bjuggu til 1902.
Síðar áttu þau heima í Sjólyst á Stokkseyr. Þau voru barnlaus. Einar lést 1957.
Af þremur systkinanna er korninn talsverður ættbogi og mun óþarft að harma
þótt yfirvald Árnesinga kæmi því aldrei í verk að hýða ættmóðurina.
(Heimildir: Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl Fljótshlíðarþinga, Keldnasóknar,
Landeyjaþinga, Stórólfshvolssóknar, Gaulverjabæjarsóknar, Villingaholtssóknar, Ólafs-
vallasóknar og Eyrarbakkasóknar, Ur blöðum Jóns Borgfirðings, Dómabók Árnessýslu,
Bréfabók sýslumanns Árnessýslu, Ábúendaskrá Sandvíkurhrepps eftir Pál Lýðsson,
Ljósmæður á íslandi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Landeyingabók.)
-70-