Goðasteinn - 01.09.2004, Side 79
Goðasteinn 2004
4. Nokkrar fornleifar í nágrenni Gamla-Sels
í grein sinni Skrá um eyðibýli í Landssveit ... segir Brynjúlfur Jónsson frá
eyðibýlum í kringum Skarðsfjall og víðar í sveitinni. A Grænuflötum, skammt
suður af Gamla-Seli (sjá mynd 3 og 4) segir Brynjúlfur frá áður óþekktum rústum
sem hann telur að geti hafa verið fornar bæjarrústir, jafnvel úr heiðnum sið (1898:
3-4). Af uppdrætti af rústunum og vettvangskönnun má þó ráða að þær geti vel
verið frá ýmsum tímum, þó varla úr heiðnum sið. Giska ég á að þær séu frá seinni
hluta miðalda og yngri og hafi farið í eyði rétt fyrir fyrstu manntöl í byrjun 18.
aldar.
Guðmundur Árnason nefnir í ritgerð sinni Uppblástur og eyðing býla í Land-
sveit húsaleifar í Selsgili, skammt norður af Grænuflötum, en nær Gamla-Seli, og
taldi, eins og fram hefur komið áður, að þær gætu verið forveri Gamla-Sels (1958:
86). Rústirnar eru í dag gjörblásnar og aðeins aðflutt grjót og illa farin veggjabrot
sem gefa til kynna að þarna séu bæjarhúsaleifar (sjá mynd 5). Hér er vafalítið um
sömu hús að ræða og kölluð eru Sel í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns.
Norður, eða öllu heldur norðaustur, af Gamla-Seli, á Karlsnesi við Hagavað,
fannst kuml árið 1932 (Matthías
Þórðarson 1932:54-55. Kristján
Eldjárn 1956:50-51). Karlsnesið
svokallaða er hryggur, vel gró-
inn, sem nær frá Skarðsseli, þar
sem það stóð síðast frá árinu
1895, með Þjórsá að þeim stað
þar sem kumlið fannst. Hryggur-
inn liggur eins og Bæjarnesið,
sitt hvoru megin við Hagavaðið
á Þjórsá. Við N-enda Karlsness,
er Karlinn, klettadrangur í
Þjórsá.
Kumlið hlýtur að hafa til-
heyrt óþekktu býli í fornöld. Um
þetta atriði segir í skýrslu rann-
sakanda: „Hún fdysin] virðist
aldrei hafa verið nálægt neinum
bæ, og kann maðurinn að hafa
verið veginn þar sem hann var
dysjaður, en raunar allt óvíst um
Mynd 5. Gjörblásnar rústir undir Selgili sem
sennilega eru leifar Skarðsels, forvera Gamla-
Sels. Grænuflatarrústirnar eru á gilbarminum
undir núpnum vinstra megin við miðja mynd.
(Ljósm. BFE).
-77-