Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 83
Goðasteinn 2004
við það, þó að það sé nú týnt
og hóllinn hafi fengið
hlutverk þess. Aðeins rann-
sókn mun leiða í Ijós hvort
hóllinn sé kuml eða ekki.
Önnur áleitin spurning er
hvernig þetta forna bæjar-
stæði tengist Skarði! Getur
verið að Skarð hafi hreinlega
staðið þarna í fyrstunni? Eða
eru rústirnar forveri Grænu-
flatarrústanna? Um þetta
verður ekkert sagt með vissu
að svo komnu máli.
Eyðibýlið A við eystri
bakka Þjórsár, gegnt Ölmóðsey, er talið landnámsbýli Ketils einhenda (Brynjúlfur
Jónsson 1898:1. íslendingabók - Landnámabók 1968: 364). Landnám Ketils hefur
náð yfir næstum allan Landmannahrepp (Haraldur Matthíasson 1982:443).
Skarfanes hefur verið byggt út úr landi Ár, en Flosi mun hafa gifst Þórdísi hinni
miklu, dóttur Þórunnar hinnar auðgu, dóttur Ketils hins einhenda (Ísl.-Land.
1968:365). Á hefur haldist í byggð eitthvað fram yfir 1760, en var þá orðin svo
blásin að ekki var búandi þar lengur (Brynjúlfur Jónsson 1898:2. Guðmundur
Árnason í Múla 1958:78). Um aldamótin 1900 sáust þar illa farnar og gjörblásnar
rústir, sem erfitt var að gera sér grein fyrir (Brynjúlfur Jónsson 1898:2)4 í dag má
sjá mikinn gróinn bæjarhól sem trúlega geymir síðustu minjar býlisins og gjör-
blásnar rústir suður af þeim. Undir bæjarhólnum gætu leynst fornar rústir.
Um aðrar rústir í nágrenni Gamla-Sels, þó lengra frá en þær sem nefndar hafa
verið hér að framan, má sjá í áðurnefndri ritgerð Brynjúlfs Jónssonar, Fornleifar í
Landsveit (1907). Þar eru m.a. óþekktar bæjarrústir við Eskiholtshjalla nefndar
sem gætu hafa heitið Síða.1 2 Einnig eru rústir í Hólmengi við Fellsmúla, sem
Brynjúlfur telur að geti hafa verið þingstaður, forveri Þingholtsþingstaðar. Og enn
getur Brynjúlfur um rúst Skarfaness hins forna, en þar höfðu mannabein verið að
blása upp um einhvern tíma.3 Þar munu bænhús og kirkjugarður hafa verið fyrr á
öldum þó þeirra sé hvergi getið í fornum heimildum (1907:26-28). Skarfanes er
1 Bestu lýsinguna á rústunum og aðstæðum við Á er að finna í Landið og Landnáma eftir Harald
Matthíasson 1982:444-446.
2 Þessar rústir fundust ekki um miðja öldina, þrátt fyrir leit (Guðmundur Árnason í Múla
1958:87).
3 Rústanna og beinanna er einnig getið í grein Brynjúlfs frá 1898.
-81-