Goðasteinn - 01.09.2004, Side 84
Goðasteinn 2004
talið landnámsbýli Flosa Þorbjarnarsonar hins gaulverska (íslendingabók - Land-
námabók 1968:351,362-4. Rangárþing 1974:16).
Einkennandi fyrir byggð á svæðinu er hve sandfok hefur leikið stórt og afger-
andi hlutverk í tilvist býlanna, en mikill fjöldi býla í sveitinni var beinlínis fluttur
undan sandfoki, jafnvel oftar en einu sinni, eins og örlög Gamla-Sels urðu árið
1895 og sennilega einnig í byrjun 18. aldar. Sömu örlög dundu yfir Skarfanes og
Yrjur (sjá skrá Guðmundar Árnasonar í Múla 1958:86).
Fleiri staðir eru skráðir í fornleifaskrá sem ekki er getið hér og mun fleiri
eyðibýli er að finna við Skarðsfjallið sunnanvert en hér er getið.
5. Aðferð við prufuholugröft
Staðsetning prufuholanna við Gamla-Sel markaðist af því hvar hið fyrirhugaða
mastur Búrfellslínu 3A átti að standa og hvar stögum þess átti að koma fyrir. Þetta
gildir um prufuholur 1 og 2. Prufuholur 3 og 4 áttu að varpa ljósi á hve langt
minjarnar náðu til vesturs á hólnurn. Ekki þótti ástæða til að fara niður þar sem
mannvirki sáust, enda hefði slíkt kostað meiri tíma og fyrirhöfn (fleiri gripir, flók-
in jarðlagaskipan, veggir, gólf o.s.frv.).
Hver prufuhola var með eigið hnitakerfi og var SV-horn hverrar holu skýrt XO-
YO og óx X til norðurs eða norðlægrar áttar og Y til austurs eða austlægrar áttar.
Hæðarpunktur var skilgreindur á steyptum sökkli (SV-sökli) fyrirliggjandi fjórfót-
ungs Búrfellslínu 1 sem þarna liggur hjá og var hæðin þar ákveðin 100 m yfir
sjávarmáli.
í ársbyrjun 1998 hafði vélskófla grafið ofan af öllum prufuholunum, eða niður
á mannvistarlögin. Eftir þá könnun var sandur settur í allar holurnar. Við upphaf
Prh. 4 * \ Prh.3 % Prh. 1 2 3 4 (5) Bæjarstæði Gamla Sels LL A 17 824,47 m± 0,00 17 811,83 m± 13,78 17 832,00 m± 15,30 17 875,00 m± 17,85 17 771,84 m± 4,92
Reykjavfk Prh. 1 j Búrfell
;
A = ± 0,00 Prh. 2 Uppstilling LL = 17 805,61 m 10 m
Myná 9. Yfirlit yfir staðsetningu prufuhola 1 - 4. Prh. 5 er ekki sýnd hér, en hún
var um 50 m austur afprh. 1. 0 punktur er við Búrfellstöð. (Teikn. BFE).
-82-