Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 85
Goðasteinn 2004
rannsóknanna sumarið 1998 var vélskófla aftur fengin til að grafa sandinn í burtu,
en þó var ekki farið alveg niður á mannvistarlögin, heldur skilið eftir um 5-10 sm
þykkt lag, sem mokað var handvirkt úr holunum og vél ekki meira notuð við upp-
gröft.
Grafnir voru 0,5 x 0,5 m stórir reitir í hverri prufuholu fyrir sig og farið niður
um ca. 5 sm í hverri umferð. Öllum gripum úr einni umferð hvers reitar var safn-
að saman í einn fundarpoka og þeim gefin sameiginlegt númer.
Teiknuð voru eins mörg plön og þurfa þótti og tvö snið teiknuð í hverri holu,
nema holu 4, þar var aðeins eitt þversnið teiknað. Allar teikningar voru í mæli-
kvarðanum 1:20.
Ljósmyndir voru teknar eftir þörfum, bæði litskyggnur og stafrænar myndir.
Þegar gjóskulög voru orðin sýnileg var kallað á jarðfræðing, sem kom á stað-
inn til skoðunar. Önnur aldursgreiningarsýni, svo sem viðarkol til geislakols-
greininga (C-14), voru ekki tekin, bæði vegna þess að lítið var af viðarkolum og
aldur minjanna svo lágur að geislakolsgreining yrði marklaus. Jarðvegssýnum var
ekki safnað að ráði, aðeins í undantekningartilfellum ef vera kynni að áhugi ein-
hvers kynni að vakna á frekari rannsókn. Athyglisvert gæti verið að kanna inni-
hald sýna úr prufuholu 2, þar sem meintur kálgarður er. Hvernig lítur sýni úr kál-
garði út og hvað var ræktað þar (illgresi, frjókorn, matarleifar, áburður o.s.frv.)?
Er með slíkri rannsókn hægt að ákvarða hvernig jarðvegssýni úr kálgörðum líta
almennt út?
6. Rannsóknin
Ekki er algert samræmi milli númera á lögum í holunum (þó nærri sé farið).
Lögunum er þó stillt upp í lokin á einfaldaðan hátt eins og um eina lagskiptingu
væri að ræða í öllum holunum, frá óhreyfðu neðst (dauðu) og upp í grasrót. Eins
og fram kemur í yngri lýsingu á holunum hafa þær sumar hverjar stækkað frá
fyrri könnun og stafar það fyrst og fremst af veðrun holanna, en til að geta teiknað
sniðin þurfti að skafa þær vel út fyrir fyrri mörk.
Samtals voru 114 fundanúmer skráð að Gamla-Seli, en eins og fram kom hér
að framan þá var gripum safnað saman í 0,5 x 0,5 x 0,005 m stórum reitum og því
margar tegundir gripa undir sama númeri.
6.1 Prufuhola 1
Holan var þar sem fyrirhugað var að setja niður miðju V-masturs Búrfellslínu
3A og var staðsetning hennar miðuð við Búrfellsstöð 17.824,40 m LL (0 punktur
í Búrfellsstöð) og því beint undir Búrfellslínu 3A. Ummál prufuholunnar var 1,80
x 3,80 m og mesta dýpt 1,41 m. Stefna holunnar var ASA-VNV.
-83-