Goðasteinn - 01.09.2004, Page 90
Goðasteinn 2004
Mynd 13. Flaíarteikning af prufuholu 3.
Flatarteikningar 1-7 hafa verið settar saman í eina
mynd. Grái liturinn sýnir dauð lög og þau dekkjast
eftir því sem neðar dregur. Grœnn litur sýnir torf sem
hejur sennilega verið hluti aftorf- og grjótgarði. Þrjú
skástrik sýna steinkoladreifingu. Rauðbrúnn litur sýnir
M-lag hið neðra (sjá annars skýringar einstakra
flatarteikninga hér að ofan). XO-YO er í SV-horni
(niðri t.v). (Teikn. BFE).
16). Sjá má þennan stall í langsniði A-B-prufuholunnar (mynd 14), en þar má
raunar sjá tvo stalla. Þessir stallar passa vel við vegginn eða garðinn sem legið
hefur við brún stallsins og verið í sömu stefnu. Stallurinn gengur skakkt á hinn
náttúrulega halla, sem þarna hefur verið.
í langsniði A-B eru tvö mannvistarlög skilgreind, lag 1 og 15. Talsverður
munur var á þessum tveimur lögum og var neðra lagið mun feitara, öðruvísi á
litinn og með allt öðru innihaldi en iag 1, sem var í stórum dráttum svipað og
6.3 Prufuhola 3
Prufuhola 3 var rétt
vestur af prufuholu 1.
Staðsetning hennar var
17.832,00 LL (0-punkt-
ur í Búrfellstöð) og
15,30 m norðan við
Búrfellslínu 3A. Stærð
holunnar var 2,10 x 3,60
m og mesta dýpt 2,98
m. Stefna hennar var
NNV-SSA.
Eins og fram kemur
á flatarteikningu (mynd
13), þá var grjótveggur
eða garður í N-horni
prufuholunnar, sem ekki
kemur vel fram í snið-
um, en í þversniði má
þó sjá nokkra steina sem
voru hluti af þessum
vegg eða garði. Túlka
ég minjarnar sem enda
túngarðs eða garðs að
húsabaki Gamla-Sels,
en ekki minjar húss.
Á flatarteikningu 5
(fellt inn í mynd 1 3)
kom í ljós stallur eða
kantur sem lá skáhallt
þvert yfir prufuholuna
norðanverða (sjá mynd