Goðasteinn - 01.09.2004, Page 92
Goðasteinn 2004
yngra en Hl-lagið frá árinu 1104 og nálægt svarta gjóskulaginu í lagi nr. 15 sem
sennilega er sama lag og nr. 12 („a“-lagið frá 1477? Þessi lög voru ekki greind).
Gjallið og mannvistarlag nr. 15 koma þá Gamla-Seli ekki við að öðru leyti en því
að finnast á sama hól. Járngerðarstaðir eru gjarnan staðsettir á hólum þar sem
vindar eru tíðir, en það er önnur saga. I þessu sambandi er vert að geta kumlsins á
Bæjarnesinu við Hagavað. Því hefur fylgt eitthvert fornt býli og fornmenn áttu
það til að framleiða sitt járn sjálfir.
Ekki er alveg hægt að útiloka að gjallið sé hreint ekki smíðagjall, heldur venju-
legt hraungjall, kannski restar eftir tilhoggið grjót í veggi eða annað?
6.3.1. Gripir í prufuholu 3
I prufuholu 3 voru 62 fundarnúmer skráð, rúmlega helmingur allra skráðra
fundanúmera að Gamla-Seli. Fjöldi gripa var 114 og þá eru 57 gjallmolar ekki
reiknaðir með.
Auk beina (11 st.) fannst ein slegin hrafntinnuflaga (úr byssu?), ein kopar(?)-
plata, eitt steinkolsbrot, einn brenndur eða kolaður trépinni, einn öngull úr járni,
einn koparhnappur, tvær hóffjaðrir, níu naglar, sjö glerbrot sem voru glær, blá,
Mynd 15. Sniðteikning afprufuholu 3, þversnið C-D. Sjá lagskýringar á nœstu
mynd á undan. (Teikn. BFE).
-90-