Goðasteinn - 01.09.2004, Page 93
Goðasteinn 2004
Mynd 16. Prufuhola 3, plan 5. 1
sniðinu við endann á holunni má sjá
steina, sem eru hluti af garðinum sem
þarna var. Fyrir framan steinana má
sjá stallinn koma í Ijós. Hann varð enn
hœrri þegar neðar dró (sjá mynd 13 og
14). Horft tilNNV. (Ljósm. BFE).
Mynd 17. S-endi prufuholu 3. Sjá má
stallana, sem eru af uppgraftartœkni-
legum orsökum og mannvistarlag í
horninu. (Ljósm. BFE).
brún og grænbrún, 20 járngripir og þar á meðal járnbönd með gati (í fleiri brotum
nú) og fimm vírbútar og 58 keramíkbrot, flest úr hvítglerjuðum hvítleir. Einnig
voru tvö númer skráð á gjall. Annað var einn gjallmoli og hitt 57 gjallmolar á
einum stað og voru þau samtals tæp 368 g.
6.3.2 Túlkun á pruíúholu 3
Prufuhola 3 var grafin í námundan við bæjarhús Gamla-Sels, trúlega að húsa-
baki þar sem gata eða tröð kom að bænum að norðanverðu (frá Hvammi/Haga-
vaði?). Fundir voru fjölbreyttari en fundir annarra hola og mun fleiri. Mannvistar-
lagið var rúmlega 1,10 m þykkt og greinilega tvískipt, annarsvegar lag nr. 1 og
hins vegar lag nr. 15. Munurinn á lögunum fólst einkum í því að í lagi 15 fannst
ekkert annað en mikið af gjalli (tæp 368 g) á afmörkuðum stað efst í laginu. I
áfokslagi (nr. 2, undir lagi l) fannst mjaðmarspaði sem gæti verið úr nautgrip.
Þykkt mannvistarlagsins gæti bent til þess að öskuhaugurinn sé ekki langt
undan og/eða að umferð eða mannaferðir á staðnum hafi verið tíðar (í skepnuhús,
heystæði, yfir Þjórsá(!), sbr. tilgátuna um traðirnar). Mannvistarlög af þessari
þykkt eru yfirleitt afrakstur langs tíma eða margra alda (Mjöll Snæsdóttir 1993).
Ef miðað er við að ábúð á staðnum hafi ekki verið mikið lengur en 175 ár (yngra
en 1721, eldra en 1895) er mannvistarlagið afar þykkt. Ekki er loku fyrir það
skotið að neðra mannvistarlagið (nr. 15) sé eldra en sjálf ábúðin á staðnum og hafi
-91-