Goðasteinn - 01.09.2004, Page 94
Goðasteinn 2004
verið hluti af annarri starfsemi en beinni ábúð manna að Gamla-Seli. Getum var
leitt að því að lagið tengdist smiðju eða járngerð sem væri eldri en ábúðin.
Ofan á mannvistarlaginu í holunni norðanverðri var komið niður á endann á
garði úr grjóti og torfi, sem gæti hafa verið hluti af (innri) túngarði á sjálfu
bæjarstæðinu (heystæði, gerði eða þess háttar). Þessi garður lá ofan á stallinum og
hafði sömu stefnu og hann. Garðurinn hefur komið til sögunnar undir lok búset-
unnar á staðnum. Hvað var handan hans er ekkert hægt að segja til um á þessu
stigi málsins. Greinilegt er a steinkoladreifin hefur ekki náð norður fyrir stallinn
og alls ekki garðinn.
Kannski var grunnmynd bæjarins á Gamla-Seli svipuð og hún varð eftir að
bærinn var fluttur rétt fyrir aldamótin 1900. Getur verið að menn hafi beinlínis
„kópíerað" gamla bæinn á nýja staðnum?
Trúlega hefur verið náttúrulegur halli á staðnum sem hefur máðst og breytt um
stefnu vegna athafna mannsins, sbr. rofið á m.a. lögum nr. 10 og 11 (sjá mynd
16), og þannig myndast stallur, sem fylgir ekki alveg hinum náttúrulega halla.
6.4 Prufuhola 4
Miðja holunnar var vestarlega á hólnum sem bærinn stóð á. Hún er 17.875 m
LL (0 punktur í Búrfellstöð) og 17,85 m norður af Búrfellslínu 3A. Stærð hennar
var 2,00 x 3,55 m og mesta dýpt 1,18 m. Holan stefndi í NNV-SSA.
Þegar sandurinn var fjarlægður með vélskóflu fór megnið af mannvistarlaginu
með sandinum sem settur hafði verið í holuna. Því var lítið sem ekkert eftir af
mannvistarlagi þegar eiginleg rannsókn hófst. Eins og sjá má á sniðteikningu
(mynd 18) hefur mannvistarlagið ekki verið þykkt á þessum stað miðað við hinar
prufuholurnar. í því var mjög lítið af viðarkolum og brenndum beinum. Ekki varð
vart við veggjatorf eins og getið var um í fyrri lýsingu hér að ofan. Efst í mann-
vistarlaginu var ljós skán sem minnti mjög á tað og efri hlutinn var laxableikur á
köflum. Mögulega hefur gripahús staðið nálægt þeim stað sem prufuholan var
grafin á.
Engir gripir fundust í holunni.
Undir mannvistarlaginu greindist gjóskulag frá 1721. Ofan við mannvistarlag-
ið var gjóska frá 1766 og 1845 (Bryndís Róbertsdóttir 1999:5). Mannvist hefur
hafist eftir 1721, en ekki megnað að skilja eftir sig spor á þessum stað eftir 1845.
-92-