Goðasteinn - 01.09.2004, Page 95
Goðasteinn 2004
Mynd 18. Sniðteikning af prufuholu 4, þversnið. Tvö svört, þunn gjóskulög voru ekki teiknuð á
sniðteikninguna, en voru greinilegri annars staðar í holunni. Skyggt svœði er mannvistarlagið
sem er mun þynnra en mannvistarlög í öðrum prufuholum. Horft er til NV. Holan hefur verið tekin
utan við mannvirki (Teikn. BFE). Jarðlagaskipan er eftirfarnandi:
Lagskýringar við mynd 18.
1 Mannvistarlag, grásvart. I laginu var mjög lítið af viðakolum og efst íþví var Ijós rönd sem túlkuð er sem tað. Undir
mannvistarlaginu var gjóska, sem erfrá 1721, en ofan á því voru gjóskulag frá 1766 og 1845 (lag 8 og 9 á mynd 17).
2 Áfok, Ijósbrúnt. Lagið var með ca. 3 fínum sandlinsum auk gjóskulaga nr. 8 og 9.
3 Afok, brúnt. I laginu eru ca. 12 meðalgrófar (0,5 - 1 sm þykkar) sandlinsur.
4 Svipað lag og 2, með ca. 6 sandlinsum í efri hluta lagsins.
5 Svipað og 3, með ca. 12 grófum (0,5 - 1,5 sm þykkum) sandlinsum.
6 Svipað og 2 og 4 með ca. 7 sandlinsum.
7 Grasrót.
8 Grásvart gjóskulag (1766).
9 Grásvart gjóskulag (yngra en 1845).
10 Rauð, dauð fokmold.
7. Einfölduð jarðlagaskipan
Ef við einföldum jarðalagaskipanina við Gamla-Sel og byrjum efst, þá verður
hún eftirfarandi: Efst er grasrótin. Undir henni koma misþykk lög þar sem gróður-
mold, gjóska og áfok (í megin dráttum einnig gjóska) liggja á víxl eins og pönnu-
kökur. Öll þessi mikla hreyfing á jarðlögum hefur skeð eftir að ábúð lauk árið
1895. Sýnir þetta hve firna mikið umrót hefur orðið á jarðvegi og gjóskuefnum og
ekki furða að ábúð á svæðinu hafi verið erfið á stundum. Neðarlega í þessum
lögum má sjá í einni holu mjög ung grásvört gjóskulög.
-93-