Goðasteinn - 01.09.2004, Page 102
Goðasteinn 2004
lagsins hafi verið jafn hröð fyrir og eftir tilkomu steinkolanna og tímaskeiðin deili
með sér helmingum mannvistarlagsins. Taka verður þessum vangaveltum með
mikilli varúð.
Allar þessar kannanir á svæðinu sýna okkur enn einu sinni að þegar leitað er
finnst eitthvað. Víða um landið leynast forn bæjarstæði og aðrar minjar sem eng-
inn veit um í dag og hugsanlega eru það tilviljanir einar sem verða til þess að þær
finnast, nema gangskör verði gerð í því að leita þær uppi. Til þess þarf peninga,
vilja og þjálfað fólk. Vísir að þessu er nú til í landinu og vonandi að sá sproti vaxi
og dafni.
Við höfum einnig séð að jarðvegsmyndun er ekki jöfn á svæðinu, heldur afar
misjöfn. Á einum stað (Gamla-Seli) hefur jarðvegur hækkað um einn metra á 100
árum, en við fornbýlið undir Skarðsfjalli hefur jarðvegur trúlega hækkað um ca. 1
m á 1000 árum.
Rannsóknin við Gamla-Sel mun ekki teljast til þeirra merkilegri á mælikvarða
fræðanna, en hún var alltént ágæt viðbót við fræðin og góður staður til að slípa og
prófa aðferðir og skoða hlutina í svolftið nýju ljósi.
Heimildir
Bjarni F. Einarsson. „Hið félagslega rými að Granastöðum." Árbók Hins íslenska
fornleifafélags 1992. Reykjavík 1993.
Sami. Fornleifakönnun á línustæði Búfellslínu 3A. Vegna mats á
umhverfisáhrifum. Birt í skýrslu Línuhönnunar hf. Reykjavík 1997.
Sami. Búrfellslína 3A. Framkvœmdaeftirlit á Húshóli í Holta- og
Landsveit. Fornleifafræðistofan. Obirt skýrsla. Reykjavík 1998(a).
Sami. Búifellslína 3A. Framkvœmdaeftirlit á Húshóli í Holta- og Landsveit.
Skýrsla II. Fornleifafræðistofan. Obirt skýrsla. Reykjavík 1998(b).
Sami. Gamla Sel. Prufuholugröftur að Gamla Seli íLandssveit. Fornleifafræðistofan.
Reykjavík 1999.
Sami. Hólmur í mynni Laxárdals. Skaftfellingur. Þættir úr Austur Skaftafellssýslu.
12. Árgangur. Höfn 1998(c).
Sami. Jónsbúð. Prufuholugröftur íþurrabúð við Straumsvík. Fornleifafræðistofan.
Reykjavík 1999.
Sami. Fífilbrekka. Hjáleigafrá 20. öld. Skýrsla um prufuholugröft sumarið 2000.
Fornleifafræðistofan. Reykjavík 2000.
Sami. Fornleifaskráning við Þjórsá vegna mats á umhverfisáhrifum Núpsvirkjunar.
Viðauki: Haugstæði í landi Bólstaðar, aðrennslisgöng og gangnamunni í landi
Austurhlíðar og Miðhúsa, Gnúpverjahreppi, Árnessýslu. Fornleifafræðistofan.
Reykjavík 2001.
Sami. Fornleifaskráning við Þjórsá vegna mats á umhverfisáhrifum
Hvammsvirkjunar. 2. hluti. Fornleifafræðistofan. Reykjavík 2002.
Bruun, Daniel. „Nokkrar dysjar frá Heiðni." Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1903.
Reykjavík 1903.
Bryndís G. Róbertsdóttir. Rústir Skarðssels [Gamla Selj í Bœjarnesi í Landsveit:
aldur útfrá gjóskulögum. Unnið að beiðni Fornleifafræðistofunnar fyrir
Landsvirkjun. Obirt skýrsla. Reykjavík 1999.