Goðasteinn - 01.09.2004, Page 109
Goðasteinn 2004
Ferðaþjónustuhús Helga Jónassonar utan við bæinn í Narssaq.
dalsmynni. Milli þess og bæjarins var smá mýrarseyla sem nú hefur verið þurrkuð
upp og ræktuð,. Aðeins lengra í vestur er árspræna, en handan hennar er stórt fjár-
bú með nýuppbyggðum 1000 kinda fjárhúsum.
Skemmst er frá því að segja að engin fjárhús hefi ég séð hér á landi jafn flott,
hvorki í útliti bygginga eða tækni. T.d. voru mjóir gangar eftir endilöngum húsun-
um milli stíanna með samfelldum rennilokum úr vatnsþéttum krossvið, þannig að
hægt er að taka kind hvar sem er í húsinu og færa til án átaka. Einnig er góð
gjafatækni og vélgengur kjallari. Þarna voru í geymslu nokkur íslensk hross frá
Stefáni hreindýrabónda. Hross þessi notar hann m.a. við smalamensku á hrein-
dýrum.
Örskammt frá þessu býli við ána eru gríðarmiklar rústir af sögualdarbýli. I
fjallinu þarna fyrir ofan og innan voru heilmikar námur þar sem verið var að leita
að úrani fyrir nokkrum árum á vegum Bandaríkjahers, að nrig minnir, en því var
hætt vegna lítils magns eða breytinga á markaði. Þessi starfsemi og önnur álíka á
vegum Phil & Son varð til þess að Helgi frændi rninn, sem þá var starfsmaður
þeirra við virkjunarframkvæmdir inni á hálendinu, fór með þeim til Færeyja og
síðar Grænlands og þar fann hann lífshamingjuna, er leiðir þeirra Bodil lágu
saman. Refabú þetta sem áður var nefnt keypti Helgi og hefur breytt starfsmanna-
húsunum í gistiheimil. Þau eru úti við voginn, svona 25-30 m frá fjöruborðinu.
Úti á voginum eru borgarísjakar á siglingu. Ýmist er þá að reka sundur eða saman
eða þeir velta um sjálfa sig með braki og brestum, síbreytilegir í sinni köldu
fegurð.
Kirkjan í Narssaq er mjög stór og falleg. Að mörgu leyti svipar henni lil
hefðbundinna íslenskra kirkna með blámálað loft og stjörnur. Þó er eitt sem vakti
-107-