Goðasteinn - 01.09.2004, Page 110
Goðasteinn 2004
Frœnkurnar Guðrún og Hólmfríður horfa út á víkina við gistiheimilið.
sérstaka athygli mína, það er að predikunarstóllinn er vinstra megin þegar horft er
inn eftir kirkjunni. Hægra megin er orgelið, en söngfólkið var dreift um alla
kirkju. A öllum göfíum kirkjubekkjanna eru logandi kerti í stjaka sem gefur kirkj-
unni hlýjan hátíðleika. Þar sem kirkjan í Brattahlíð er eins og smækkuð mynd af
þessari finnst mér lfklegt að þessi niðurröðun sé venjuleg í grænlenskum kirkjum.
Prestlaust er í Narssaq um þessar mundir, en söfnuðinum er þjónað frá Juliane-
haab, sem er stæiri bær sunnar á ströndinni. Presturinn í þessu tilfelli var fjall-
myndarleg kona, systir Jónatans Mosfeldts, sem er einn þekktasti einstaklingurinn
úr sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga nútímans.
Fermingarathöfnin er í stórum dráttum svipuð og hér á landi, nema hvað hún
tók miklu lengri tíma, um það bil 2 tíma í þessu tilfelli. Var Tóby þó eina ferming-
arbarnið, sem stafaði af því að Jónas bróðir hans sem er tuttugu og tveggja ára og
er í háskólanámi í Nuuk var í prófum og komst ekki heim á þeim tíma sem
aðalferming fór fram hálfum mánuði fyrr. Þó var nú ýmislegt svolítið frábrugðið.
Til dæmis voru galopnar dyr út úr skrúðhúsinu, enda glampandi sól og hiti úti og
á meðan lengstu sálmarnir voru sungnir fór presturinn oftar en einu sinni út, -
hvað að gera veit ég ekki.
Oneitanlega var það skrýtið að vera við svona athöfn og skilja ekki orð, en það
sem bjargaði mér var að ég gat horft yfir öxl grænlenskrar frænku Tóbys sem
söng úr sæti sínu. Þar sá ég sálmanúmerin og gat borið saman við sálmatöfluna og
þannig stytt mér stundir, því að sálmarnir voru ógnarlangir og fyrir minn smekk
-108-