Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 114
Goðasteinn 2004
Guðrún Aradóttir
Sveitin mín,
Austur-Landeyjar
Ég var beðin að skrifa einhvern pistil í Goðastein efnisvalið frjálst, þannig að ég
ákvað að segja svolítiðfrá sveitinni minni og stikla þar á stóru.
Austur-Landeyjar eru grösug og gróskumikil sveit. Otbeit þekkist ekki. Sveitin
var mjög votlend áður fyrr, en með skipulögðum skurðgreftri og landþurrkun,
sem hófst 1947, gjörbreyttist landið. Mýrarkeldur og fúafen urðu að grösugu þurr-
lendi, sem mjög gott er til allrar ræktunar. Bylting varð í búskaparháttum. Smám
saman réttu menn úr kútnum og hér er nú ein búsældarlegasta sveit landsins.
Uppbygging hófst á flestum bæjum á árunum 1950-70 og með samhjálp og sam-
stöðu tókst að lyfta „grettistaki" í þeim efnum.
Þessari landþurrkun fylgdi vatnsskortur og því var ráðist í það stórvirki að
leggja vatnsveitu um sveitina árið 1967, eina af þeim fyrstu í dreifbýli. Vatnið er
tekið úr Vestmannaeyjaveitunni.
Stundum er sagt bæði í gamni og alvöru, að það fallegasta við Landeyjarnar sé
útsýnið, fjallahringurinn og Vestmannaeyjar, og má það til sanns vegar færa. Hér
er víðsýnt og fjallahringurinn ægifagur, hvort heldur er á björtum vor- og
sumardögum, eða þegar hann snæviþakinn ber við heiðbláan himinn og perlan
Vestmannaeyjar í suðri.
Einar Benediktsson orti í ljóðinu Hilling:
Sem lognslétt hafhvíla Landeyjaþing
og leggjast að fjallanna strönclum.
Sem safírar greyptir í silfurhring
um suðurátt hálfa ná Eyjarnar kring.
En Þverá að vestan sér byltir í böndum
að brotnum og sandorpnum löndum.
Mannlíf er hér gott, menn skiptast á skoðunum og eru ekki alltaf sammála, en
þegar á reynir, á gleði- eða sorgarstundum, standa Austur-Landeyingar saman
sem einn maður. Ibúatala hefur verið stöðug um árabil, í kringum 200 manns.
-112-