Goðasteinn - 01.09.2004, Page 117
Goðasteinn 2004
griparæktarfélag, hrossaræktarfélag, deild úr hestamannafélaginu Geysi og.fl.
Þess má geta að hrossaræktarfélag Austur-Landeyja er elsta félag sinnar tegundar
á landinu, stofnað 1904. Hélt það á liðnum vetri upp á 100 ára afmæli sitt í
Gunnarshólma, m.a. ineð ráðstefnu um hrossarækt, Var gerður góður rómur að
ráðstefnunni og þótti hún hafa tekist vel.
Eins og ég minntist á í upphafi er rekinn hér þróttmikill búskapur, þótt allmarg-
ar jarðir hafi horfið úr hefðbundnum búskap á undanförnum árum. Menn hafa
ekki tekið miklar kollsteypur en þróunin hefur þó verið í þá átt að búin hafa
sérhæfst í auknum mæli. Saufjárbúskapur hefur dregist verulega saman, en
kúabúin orðið stærri. Nokkur kúabú hafa náð geysigóðum árangri hvað varðar
meðalnyt. Má nefna, að af 12 efstu búunum á landinu í apríl á þessu ári voru 5 úr
þessari sveit, þar á meðal það sem mesta meðalnyt hefur. Hrossarækt, er sem fyrr,
mikil í Austur-Landeyjum og hafa nokkrir ræktendur náð mjög góðum árangri, á
landsvísu einnig.
Kornrækt hefur verið stunduð hér síðan 1981. Fyrstu árin byggðist hún mest á
hugsjónastarfi, en hin síðari ár hefur hún orðið snar þáttur í fóðuröflum á mörgum
jörðum. Bændur stofnuðu með sér félög til að standa að þreskingu og þurrkun
kornsins. Þurrkunarstöðin Akrafóður hefur hætt starfssemi, enda hafa aðrar
geymsluaðferðir rutt sér til rúms, hin síðari ár.
Systkinahúsið á Krossi, vígt á annan dag páska árið 2000.
Mynd: Guðrún Aradóttir.
-115-