Goðasteinn - 01.09.2004, Side 119
Goðasteinn 2004
Guðni Guðmundsson, Þverlæk í Holtum
Minningar frá búnaðar-
námskeiði í Stóm-Sandvík
Það var í febrúarmánuði árið 1953 sem ég var svo lánsamur að eiga þess kost
að komast á búnaðarnámskeið sem haldið var á vegum Búnaðarsambands
Suðurlands að Stóru- Sandvík í Flóa, eitt af nokkrum á þessum árum, og ætla ég
nú að festa á blað það sem eftir situr í minni mínu frá þessum tíma.
Námskeiðið stóð í 4 vikur og þó að það væri ekki lengra, var farið yfir æði
mikið af því bóklega námi sem kennt er á bændaskólunum, enda námskeiðið
aðallega bóklegt og okkur námskeiðssveinum vel haldið að náminu af góðum
kennurum sem voru 2 ráðunautar Búnaðarsambandsins. Hjalti Gestsson kenndi
búfjárrækt og fóðrun og var jafnframt aðalhvatamaður að þessum námskeiðum og
vildi með því sýna fram á þörfina fyrir bændaskóla á Suðurlandi. Hinn kennarinn
var Emil Nic. Bjarnason jarðræktarráðunautur. A þessu námskeiði vorum við 14,
allt strákar úr Arnes- og Rangárvallasýslum, utan einn úr Borgarfirði.
Ég tel mig hafa haft mikið gagn af þessu námskeiði þó það væri ekki lengra,
einkanlega þar sem ég hafði ekki döngun í mér til að fara á bændaskóla. Eftir
þetta átti ég hægara með að tileinka mér fræðirit um landbúnað og líka ýmsan
fróðleik úr Frey, úr því svo æxlaðist að ég gerðist bóndi, sem ég tel enga tilviljun,
þar sem ég hafði trú á því og hef enn að hægt væri að lifa á íslenskum landbúnaði.
Það sem ekki var bóklegt nám voru þrjár lengri og skemmri kynnis- og
fræðsluferðir um Suðurland. Hin fyrsta var farin að Gljúfurholti í Ölfusi. Þar
hafði þá nýlega verið byggt 60 kúa fjós með tilheyrandi heygeymslum, hin glæsi-
legasta bygging, en var því miður ekki notuð lengi til mjólkurframleiðslu.
Aðaltilgangur þessarar ferðar var að æfa okkur í að útlitsdæma kýr eftir dómsstiga
sem Hjalti hafði sett saman að erlendri fyrirmynd og notaði fyrst á kúasýningum á
Suðurlandi tveim árum áður. Hjalti var búinn að útskýra hann fyrir okkur og
kenna nokkru áður.
í Gljúfurholti fór þetta þannig fram að við fengum hver fyrir sig eina kú til að
útlitsdæma eftir þessum dómsstiga. Einnig þurftum við að skrifa nokkuð
greinargóða lýsingu á gripunum. Hjalti fór svo yfir dómana á eftir, en hafði því
miður ekki tíma til að fara yfir hjá öllum. Ég var einn af þeim sem varð útundan,
og þótti mér það slæmt því ég hefði viljað fá það staðfest hvað ég lenti á ljótum
-117-