Goðasteinn - 01.09.2004, Page 121
Goðasteinn 2004
Nokkrir námskeiðssveinar á þaki hússins í Stóru-Sandvík. Auðvelt var að komast
út um stóran glugga á skólastofunni sem var í norðurendanum á risinu. Lengst til
vinstri má þekkja greinarhöfund. Hann varfyrstur út og sjálfsagt upphafsmaður
að þessu tiltæki. I glugganum má sjá Böðvar Pálsson á Bútfelli sem hafði vit á að
hœtta sér ekki lengra.
enda tilgangur ferðarinnar fyrst og fremst að skoða hann. Kýrnar voru stórar og
holdmiklar með góða beinabyggingu, vel sett júgur og mjólkurlægnar, eftir því
sem þá gerðist. Litafjölbreytni var allmikil, þar á meðal margar gráar .
A þessum árum var tekið þó nokkuð af nautum af þessum stofni og notað í
ræktunarstarfinu víða um Suðurland. Mótuðu þau stofninn þó nokkuð. Þó fór það
svo þegar sæðingar komu til sögunnar að einkenni stofnsins dofnuðu og eru nú
horfin að mestu. Tel ég það skaða því ég stend í þeirri meiningu að þessi angi af
íslenska kúakyninu hafi komist næst því að vera það sem kallað er tvínytja kyn.
Mýrdalurinn er grösug sveit og búsældarleg, enda víða þétt setin og jarðir
smáar, miðað við það sem ég á að venjast í ininni heimasveit, Holtunum. Til
dæmis var okkur sagt að Garðakot í Dyrhólahverfi væri 24 ha. Þetta var einn af
þeim bæjum sem við komum á, þar voru 12 kýr í fjósi. Fleiri jarðir eru litlar í
Dyrhólahverfi.
Einnig tók ég eftir að Mýrdælingar lögðu aðra merkingu í sum orð en ég átti að
venjast. Þegar þeir töluðu t.d. um að farga kú áttu þeir ekki eingöngu við slátrun,
heldur að farga henni úr eigu sinni, hvort heldur var til lífs eða slátrunar, en töluðu
um að eyða henni ef þeir áttu við slátrun.
Um hádegi hins þriðja dags þessarar ferðar, sem var sunnudagur, héldum við
brott úr Mýrdalnum með þakklæti í huga eftir að hafa notið gestrisni heimafólks.
Næsti áfangastaður var Skógaskóli. Þar beið okkar hádegisverður. Að loknum
snæðingi sat Hjalti á tali við Magnús skólastjóra, en við strákarnir fórum á rölt
um skólaganga. Piltar úr Hrunamannahreppi hittu þar fljótlega stelpur sem þeir
119-