Goðasteinn - 01.09.2004, Page 123
Goðasteinn 2004
Hópmynd tekin á tröppum Skógaskóla en
þar var snceddur hádegisverður á heimleið
úr Mýrdalsferðinni. Ekki er hœgt að þekk-
ja alla, enþó má þekkja ífremstu röðfrá
vinstri Tryggva Gestsson Hróarsholti,
Trausta Runólfsson Berustöðum, Hjalta
Gestsson ráðunaut og að baki honum Arni
á Sandlœk. Aftar lengst til vinstri er Hjalti
Oddsson Heiði á Rangárvöllum. Við hlið
hans Brynjólfur Geir Pálsson Dalbœ,
Björn Jóhannesson Sturlureykjum
Borgarfirði (með gleraugu). Fyrirframan
hann er Magnús Björgvinsson Klausturhólum, Halldór Þórðarson Litla-Fljóti.
Að baki Trausta þarfyrir aftan er Gunnar Kristmundsson Kaldbak í
Hrunamannahreppi, þá Haukur Jóhannsson Keilsstöðum í Holtum og greinarhö-
fundur við húshornið.
að eyranu sem frá mér sneri og smelli upp fyllingunni. Dóri hrökk við, rétti sig
snöggt upp og rak höfuðið í súðina svo glumdi í. Allir fóru að skellihlæja. Emil
vissi ekki hvað hafði komið fyrir, gerði hlé á kennslunni og sagði með mestu
hægð: „Þetta gengur yfir.“
Þrátt fyrir góða kennslu hjá Hjalta og Ernil er mér minnisstæðust ein kennslu-
stund með Jóni Pálssyni dýralækni á Selfossi. Jón var þá héraðsdýralæknir
Arnessýslu og hafði til skamms tíma verið með allt Suðurland. Viðhorf hans til
starfsins mótaðist mjög af þessum aðstæðum, þannig að hann reyndi að kenna
mönnum að greina sjúkdóma í búfé og nota viðeigandi lyf. Einnig fæðingarhjálp.
Þessa stund með okkur notaði hann til að tileinka okkur þessi fræði. Eg reyndi
eftir bestu getu að taka eftir því sem Jón sagði og hefur mér fundist æ síðan þetta
hafa verið ein gagnlegasta kennslustundin á námskeiðinu því ég tók strax þegar
heim kom að fara eftir þessum leiðbeiningum og hefur vel gefist allar götur síðan.
Þegar Jón hafði lokið við að fara yfir sín fræði brá hann á léttara hjal, eins og
hann var þekktur fyrir og lagði fyrir okkur tvær spumingar, sem hljóðuðu svo.
„Hvað er góður bóndi?“ og
„Hvað eiga menn að fá sér fyrst þegar þeir hefja búskap?“
Allir svöruðu þessum spurningum skriflega og fór Jón yfir svörin. Ekki vorum
við verðandi bændur klárari en svo að svara, að Jóni fannst hann aðeins fá eitt
svar við hvorri spurningu sem var eitthvað nærri því sem hann hafði hugsað sér.
Við fyrri spurningunni fannst honum svarið „Hagsýnn í fjármálum" einna skárst.
-121