Goðasteinn - 01.09.2004, Page 124

Goðasteinn - 01.09.2004, Page 124
Goðasteinn 2004 Ég get stært mig af því að þetta svar kom frá mér. Það var nefnilega þannig þegar ég fór að velta þessari spurningu fyrir mér - „Hvað er góður bóndi?“ - að mér varð hugsað til föður míns, sem talinn var góður bóndi og hvers vegna? Jú mér átti að vera málið kunnugt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að hann væri eins og áður sagði hagsýnn í fjármálum, það er í viðskiptum sínum við jörð og búfé, jafn- framt heildarstjórn fjármála. Einnig væri hann nýtinn og hirðusamur. Seinni spurningunni svöruðu flestir á þann veg að bústofn væri það fyrsta sem menn þyrftu að fá sér. Svar eins hljóðaði svo að mig minnir: „Akur, fénað og öll gæði“. Annar setti konu innan sviga og það var einmitt það sem Jón taldi nauð- synlegast. Þessi piltur var þá langt kominn með að ná sér í konu þarna úr sveit- inni, enda búinn að vera verkamaður hjá Sandvíkurbræðrum þennan vetur. Eg hef hér að framan rakið nokkuð tilhögun kennslu á námskeiði þessu, en á þó eftir að geta um mjög veigamikinn þátt. Á ég þar við staðsetninguna. Það var ekki svo lítils virði fyrir okkur þátttakendur, unga og lítt mótaða, að eiga þess kost að dveljast á heimilinu í Stóru-Sandvík hjá þessari samhentu fjölskyldu þar sem ráðdeild, vinnusemi og snyrtimennska var í hávegum höfð. Þeir bræður fjórir höfðu þá fyrir nokkrum áruin reist sambýlishús með fjórum íbúðum, rúmgóðum kjallara og risi, einsdæmi í sveit á íslandi, og ráku nú í sam- vinnu að mestu leyti stórt og myndarlegt bú og auk þess umfangsmikinn iðnað, þ.e. vikuriðju. Aðsetur okkar námskeiðssveina var aðallega í risinu yfir íbúðunum. Var því skipt í tvennt með léttum millivegg, og fór kennslan fram í öðrum endanum, en hinn var svefnskáli. Þar rúmuðust 12 svefnbekkir. Urðu því tveir afgangs og voru þeir látnir sofa í enda kennslurýmisins. En að viku liðinni þótti heimafólki, sem vildi láta okkur líða sem best, að þessir tveir væru orðnir eitthvað afskiptir í hópn- um og buðu Málfríður og Jóhann þeim að flytja í herbergi í íbúð sinni. Fyrir valinu urðum við Sigurður í Bjálmholti. Við höfðum þó ekki verið sér. Heldur voru þeir sem voru í kennslurýminu látnir flytjast í svefnskálann. Ég held að Málfríður hafi ráðið þessu vali því við Sigurður vorum fyrrum sveitungar hennar og ég auk þess náfrændi þar sem við Málfríður erum systrabörn. í fæði vorum við á neðri hæðunum, 7 á hvoru heimili. Það segir sig sjálft að það var nokkurt álag fyrir heimilin í Sandvík að taka 14 unga og ærslafulla stráka í fæði og húsnæði. Við reyndum að vera stilltir, enda bárum við virðingu fyrir heimilisfólki. Þó man ég að einu sinni bar út af. Það var undir lok námskeiðs og við orðnir vel málkunnugir, að kvöld eitt gleymdum við tímanum og vorum að masi og ærslum í svefnskála og klukkan farin að halla í 12, að upp kom annar hvor bræðra af efri hæðinni Sigurður eða Jóhann en þeir áttu báðir smábörn, og segir með mestu hægð: „Jæja, drengir, nú er ekki hægt að sofa.“ Datt þá allt í dúnalogn og ekki þurfti að áminna okkur um þetta oftar. -122-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.