Goðasteinn - 01.09.2004, Page 127
Goðasteinn 2004
L, 2. og 3. bekkur. Taliðfrá vinstri: Þórdís Ingunn Björnsdóttir Álftarhól, Leifur
Auðunsson Leifsstöðum, Steingrímur Snær Olafsson Gaularási, Eyþór Eiríksson
Kanastöðum, Jóel Elvarsson Skíðbakka 2, Bjarki Hafberg Björgvinsson Vorsabæ,
Freysteinn Halldórsson Lágafelli, Guðrún Osk Jóhannsdóttir St. Hildisey 2,
Óðinn Jónsson Miðhjáleigu, séra Halldór Gunnarsson Holti (stendur aftan við).
Erlendsdóttir, amma hans, skólastarfi og lífsreynslu á mismunandi tímum, við
ólík skilyrði og aðstæður. Var þetta eins og raunar athöfnin öll ákaflega hrífandi
og eftirminnilegt öllum viðstöddum.
Að kirkjuathöfn lokinni var haldið í félagsheimilið Gunnarshólma þar sem
borðin svignuðu undir glæsilegum veisluföngum foreldrafélags skólans. Elvar
Eyvindsson, formaður skólanefndar Rangárþings eystra, setti samkomuna, lýsti
dagskrá og bauð gesti velkomna í nafni foreldrafélagsins.
Hann sagði að þessi flutningur skólans væri í góðri sátt við foreldra barnanna.
Tvær ræður voru fluttar til að rifja upp sögu skólans og þær breytingar seni orðið
hafa í aðbúð og aðstöðu í sveitinni frá fyrri hluta síðustu aldar. Frekari fróðleik
um upphaf skólastarfs og sögu skólans snemma á síðustu öld er að finna í
Goðasteini 1991 í stórfróðlegri grein sem heitir „í skóla fyrir 70 árum“ eftir
Harald Guðnason frá Vatnahjáleigu, bókavörð í Vestmannaaeyjum.
Fyrri ræðuna hélt Magnús Finnbogason. Verður hún birt í heild á eftir þessum
línum. Seinni ræðuna flutti Arni Erlendsson á Skíðbakka. Minntist hann skóla-
göngu sinnar að Krossi í skólastofunni í þinghúsinu, þar sem stundum var svo kalt
-125-