Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 137
Goðasteinn 2004
frá Hafnarfirði, með 29 íslendinga og 6 Englendinga; samtals 68 menn. Mikil,
árangurslaus leit var gerð að skipunum á þeim skipum, sem talin voru ferðafær
eftir veðrið. Við á togaranum Agli Skallagrímssyni, vorum á þessum slóðum
ásamt mörgum fleiri skipum. Skipstjóri okkar var Snæbjörn Stefánsson.
Það var nokkru fyrir hádegi föstudaginn 7. febrúar, að það byrjaði að hvessa af
norðaustri með frosti og snjókomu. Veðrið versnaði mjög skyndilega, svo klukkan
eitt eftir hádegi var búið að taka inn trollið og gera sjóklárt á venjulegan hátt
undir sömu kringumstæðum. Trollið var bundið upp og allar lestarlúgur vandlega
skálkaðar, fiskikassar súrraðir fremst á þilfarið. Að þessu loknu var skipinu haldið
upp í sjó og vind, og varð að stíma með hálfri og stundum með fullri ferð svo
skipinu slæi ekki flötu, svo mikill var veðurofsinn þá orðinn.
Þetta gekk þó stóráfallalaust þar til kl. um tvö um nóttina. Virtist þá veður og
sjólag breytast mjög til hins verra, svo að illmögulegt var að verja skipið áföllum,
enda leið ekki á löngu þar til sjór reið yfir skipið og kastaði því á hliðina með
þeim afleiðingum, að allt hreyfanlegt á og í skipinu kastaðist út á bakborðshlið
þess, þar með talið fiskur, salt og kol. Báðir björgunarbátarnir fóru fyrir borð bak-
borðsmegin og héngu í súrringunum marandi í kafi út af skipinu þar sem það lá á
hliðinni.
Svo mikill sjór streymdi niður í fírplássið að eldar dóu í öllum fírum og var þar
með útilokað að hreyfa skipið um ófyrirsjáanlegan tíma. Óþarfi er að taka það
fram, að öll Ijós dóu um borð. Mikill sjór féll niður um lúkarsdyrnar, enda voru
þær úti við ganeringu bakborðsmegin.
I lúkarnum vöknuðu allir við ískaldan veruleikann. Flestir drifu sig fram úr
kojum sínum, enda fæstar þeirra fýsilegur dvalarstaður eins og ástatt var. Sjór var
upp undir hendur bakborðsmegin í lúkarnum, og því nokkrir erfiðleikar að ná sér í
stígvél á fæturna. Þó munu allir hafa náð sér í eitthvað af því tagi, þó það væri
ekki allt samstætt, enda gripu allir það sem hendi var næst. Seinna kom í ljós að
sumir voru með götuskó á öðrum fæti en klofhátt stígvél á hinum.
Við komumst upp undir hvalbak með talsverðum erfiðismunum, þar sem neðri
hurðin var lokuð og ekki hægt að opna hana. Bæði var hún í kafi í sjó og flaut oft
yfir hana eftir þunglamalegum hreyfingum skipsins. Einnig hafði ýmislegt safnast
við hana utan frá þegar skipið fór á hliðina. Þó komust allir yfir hana og út sem
það ætluðu sér.
Annars urðu þrír menn eftir í lúkarnum og neituðu þeir nreð öllu að hreyfa sig
þaðan, og var það látið afskiptalaust. Kannski hefur flestum fundist það aukaatriði
hvar hver og einn geispaði golunni, ef virt var fyrir sér ömurlegt ástand skipsins.
Næsti áfangi var að gera tilraun til að komast aftur á með það fyrir augum að
komast fram í lest til að koma farminum yfir í stjórnborða og fá skipið til að rétta
sig. Ekki var þar um neina aðgengilega úrkosti að ræða. Ógerningur var að reyna
-135-