Goðasteinn - 01.09.2004, Side 138
Goðasteinn 2004
að fóta sig á dekkinu sökum hallans og mikils sjós sem á því var. Eini mögu-
leikinn var að handlanga sig eftir stjórnborðslunningu, sem var það eina sem stóð
annað slagið upp úr sjó. Þó braut meira og minna yfir hana, því ekkert virtist
draga úr veðrinu.
Allir komust slysalaust aftur í. Nú fóru sumir í að reyna að losa skipið við
björgunarbátana, þar sem þeir lágu mjög þungt á skipinu. Hinir fóru fram á fír-
pláss því þaðan var innangegnt fram í lest og nefndist sá undirgangur túnell. A fír-
plássinu var sjórinn mjög djúpur og allvel heitur, og hafði orðið það við að ráða
niðurlögum eldsins í fírunum. Gólfið í túnelnum var allmiklu hærra en gólfið í fír-
plássinu, og var sjórinn þar ekki meira en svo, að við komumst þar í gegn þó
dimmt væri.
Þegar við höfðum komið allmiklu af farminum yfir í stjórnborða fór skipið
smátt og smátt að rétta sig við, enda var það nú laust við björgunarbátana, sem
komnir voru út í veður og vind. Þegar skipið var nokkurn veginn komið á réttan
kjöl og allt virtist horfa til bóta lenti annar stór sjór yfir það og kastaði því á sömu
hliðina aftur. Var almennt álitið að það hefði farið mun dýpra þá heldur en í fyrri
sjónum, enda benti allt til þess að allmikill sjór hefði komið inn um skorstein
þess, svo eftir því hefur vantað tiltölulega lítið til að hann færi niður. Hefur það
því án efa orðið okkur til lífs að búið var að rétta skipið nokkurn veginn við þegar
seinni sjórinn kom á það.
Nú var allt sem hreyfst gat í skipinu aftur komið út í bakborðshlið þess, og því
ekki um annað að ræða en að endurtaka að nýju hið nýaflokna starf. Það tók bæði
tíma og erfiði að rétta skipið við að nýju. Þegar því var nokkurn veginn lokið var
stýrt undan sjó og vindi eða lensað á reiðanum eins og það var kallað, þar sem
ekki var um neitt vélarafl að ræða eins og ástatt var, enda reyndist veðurofsinn
nægilega mikill til að knýja skipið áfram. Enginn vegmælir var fyrir hendi eftir
áföllin, og varð því að áætla hraða skipsins.
Þrátt fyrir það, sem áunnist hafði var enn mikið verkefni fyrir hendi, sem sagt
að ausa skipið. Var það mikið verk, og áhöld og aðstaða mjög frumstæð, þar sem
um annað var ekki að ræða en vatnsfötur og mannshöndina. Menn röðuðu sér í
stigann sem lá niður í vélarrúmið, og voru föturnar síðan handlangaðar frá manni
til manns upp og niður. Það nrá segja að þetta starf hafi borið ótrúlega mikinn og
góðan árangur, þó frumstætt væri. Hefur vafalaust ráðið þar mestu um, að allir
virtust einhuga um að bjarga skipi og skipshöfn. Hátt á annan sólarhring stóðu
allir í stöðugum og hvíldarlausum austri þar til möguleikar virtust á því að kveikja
upp í fírunum.
Það tók að sjálfsögðu margar klukkustundir að dampur hækkaði svo að hægt
væri að setja vélina í gang, en öllu miðaði i rétta átt þó hægt færi. Það mun hafa
tekið 38 - 40 klukkustundir frá því að skipið fékk fyrra áfallið og þar til hægt var
-136-