Goðasteinn - 01.09.2004, Page 139
Goðasteinn 2004
að byrja að stíma með hægri ferð.
Skipið hafði varið sig furðuvel á
flóttanum undan sjó og vindi. Ekki
var unnt að nota dælur til að lensa
skipið þó vélin væri komin í gang,
því allt fylltist af ösku og óhreinin-
dum.
Ekki dróst mikill matar- eða kaf-
fitími frá þessu starfi, enda hafði
mestallur matarforðinn farið í sjóinn
og það lítið sem eftir var var allt
sjóblautt. Þó var tvisvar hitað kaffi,
en af því var allmikið saltbragð, en var þó drukkið sykurlaust með góðri lyst.
Tvisvar eldaði kokkurinn graut, en ég hugsa að það hafi enginn vitað hvað í
honum var, og því síður hvað hann hét. En allir gerðu honum góð skil.
Nii var hætt að ausa í bili, og var það sökum þess að meira aðkallandi starf var
fyrir hendi. Mikill ís hafði hlaðist á skipið ofansjávar, svo að örmjóir falir og
endar voru margir þumlungar í þvermál. Þó var ákveðið að helmingur skipshafn-
arinnar skyldi hvílast í tvo tíma til skiptis.
Þegar við komum í lúkarinn var hann ekki fýsilegur dvalarstaður. Þó hafði
sjórinn minnkað mikið í honum. Var það sýnilegur árangur af hinum langa austri
og gátum við kveikt upp í ofninum, því ekki höfðu þremenningarnir sem þar
höfðu látið fyrirberast haft fyrir því, enda kannski álitið að ekki væri útséð um
afdrif þeirra. Þó hafði veðrið gengið allmikið niður, og var nú fyrir nokkru farið
að stíma með fullri ferð. Samt var skipið mjög þungt, bæði af þeim mikla sjó sem
í því var, og vegna klakans, sem á það hafði safnast ofansjávar. Það væri ekki
ótrúlegt að ef einhverjir hefðu séð það tilsýndar hefðu þeir frekar látið sér detta í
hug sjóskrímsli en skip.
Lítið var um þurrar kojur og föt í lúkarnum. Það gekk þó jafnt yfir alla sem til
var, og voru víða tveir í sömu kojunni. Við fengum heilmikilar átölur hjá lúkars-
búum fyrir að hafa ekki fært þeim mat og kaffi allan þennan tíma. Annars ætla ég
ekki að fjölyrða um þær samræður, en ekki gat ég öfundað þá af vitnisburðinum
sem þeir fengu, en málalokin urðu þau, að þeim var sagt, að mér fannst með hæfi-
legum og vel völdum skammaryrðum, að halda kjafti og ef þeir gerðu það ekki
yrði þeim öllum hent fyrir borð. Ekki virtust þeir kæra sig um þau endalok, því
þeir steinþögnuðu. En hvort þeir skömmuðust sín þori ég ekki að fullyrða, en ekki
finnst mér trúlegt að sómatilfinning þeirra hafi nokkurn tíma átt eftir að sanna
þeim lítilmennsku þeirra. Ef til vill hefur mér þá kannski í fyrsta sinn verið
Togarinn Egill Skallagrímsson.
Ljósm. ókunnur.
-137-