Goðasteinn - 01.09.2004, Page 140
Goðasteinn 2004
nokkurnveginn ljóst hver var í raun og veru
munurinn á því að vera maður og að vera lítil-
menni eða jafnvel ómenni.
En þegar við komum á dekk eftir tvo tíma
blasti við okkur Snæfellsjökull, og höfðum við
stefnu á hann, sem sýndi að við komum beint
utan úr hafi. Hann minnti okkur á gamlan
félaga eða eins konar útvörð ættingja og vina,
sem virtist bjóða okkur velkomna af hafi. Samt
var ásjóna hans og yfirbragð fremur kuldalegt,
enda kannski eitt af vitnum þess að við höfðum
ekki búið við nein blíðuatlot síðustu tímana. Ég
held samt að yfirbragð hans hafi fallið allvel
inn í það hugarástand, sem almennt ríkti, og
hæft vel þeirri brynju sem hver og einn hafði
búist í undir nýafstöðnum erfiðleikum og
átökum við lífsbaráttuna.
Hvað eftirstöðvarnar af slíkum vígbúningi
eiga lengi eftir að setja mark sitt á menn yfir-
leitt er kannski á einskis manns færi að svara,
ef menn eiga þá nokkurn tíma eftir að afklæð-
ast þeim búningi. Ef til vill gætu þessi
mannlegu herklæði sem oft hafa orðið til í sam-
bandi við erfiða og tvísýna lífsbaráttu verið háð
hliðstæðum lækningum eins og þegar ísinn
bráðnar fyrr af jöklunum eftir því sem vor-
blíðan er gjöfulli á gæði sín og atlot sumarsins.
Eftir því sem hún er fleiri og betri kostum búinn, því fyrr skapast vaxandi skilyrði
fyrir auknum gróðri og betri afkomu lands og þjóðar. Hvað þá um mannleg
viðskipti og gróðurmátt þeirra til að þurrka út og græða bin margvíslegu áföll og
átök í hinni torskildu tilveru mannlegs lífs? Þessi viðskipti eru ekki nema að tak-
mörkuðu leyti háð sumri og sól, en þau eru aftur á móti háð hinum ýmsu skap-
brigðum og duttlungum frá manni til manns. Öll þessi mannlegu og margbreyti-
legu viðhorf og sjónarmið virðast ennþá svo átakanlega sundurleit að áhrifa- og
kennimenn þjóðarinnar virðast því miður ýmist vilja- eða getulitlir til að sameina
þau andstæðu öfl í einhuga átaki sem hefði það takmark að skapa „gróandi þjóðlíf
með þverrandi tár sem þroskast á guðsríkis braut".
En þetta voru nú bara bollaleggingar sæfarans, sem ekki máttu þó glepja
Þetta minnismerki úr snjó
reisti Ríkharður Jónsson
mynclhöggvari á Lækjartorgi
til heiðurs þeim sjómönnum
sem létu lífið í áhlaupinu mikla
á Halamiðum. Ljósm.
Þorleifur Þorleifsson
-138-