Goðasteinn - 01.09.2004, Page 144
Goðasteinn 2004
skömmum tíma og þrútnaði að mér fannst óþarflega mikið. Hann tók þessu mjög
vel og virtist ekki una illa eða vera óvanur slíkum holdafarsbreytingum.
Ef til vill er þessi gamli leikbróðir minn kominn til æðri heimkynna þrátt fyrir
mínar góðu óskir um langlífi. Ef svo er óska ég honum alls hins besta með þökk
fyrir síðast og von um að glóðaraugun hafi öll gróið áður en hann gekk inn í
guðanna ríki.
Svona voru menn breyskir fyrir nærri 50 árum.
Skrifað í apríl 1970, Guðjón Marteinsson
Nöíii fólks viö bæinn á Sandhólaferju
Ritinu hefur borist bréf Gunnars Guðmundssonar frá Sandhólaferju þar sem talin eru upp nöfn
fólksins við bæjarmynd sem birtist með grein Guðbjörns Jónssonar í Framnesi í Goðasteini árið
2002 og aftur leiðrétt 2003 þar sem leiðréttingar skiluðu sér því miður ekki, eins og gerð var
grein fyrir í bréfi semfylgdi ritinu. En í bréfi til Guðbjörns gerir Gunnar greinfyrir sumu affólk-
inu, en nöfnin birtast hér með útskýringum hans til Guðbjörns:
„Frá vinstri talið í efri röð: 1. Björgvin Jónsson. 2. Jón Halldórsson frá
Sauðholti. 3. Ingvar Halldórsson. 4. Jóhanna Runólfsdóttir, Guðmundssonar frá
Lýtingsstöðum. Svo vill til að Sigríður, systir Runólfs, var amma Bryndísar konu
minnar. 5. Þórdís Jósepsdóttir frá Sauðholti, en hún var systir Sigurðar, afa. Þórdís
hætti búskap í Sauðholti 1924 og flutti þá til Ingvars að Ferju ásamt yngstu börnum
sínum, Guðrúnu, Þórdísi og áður nefndum Jóni. Halldór maður hennar lést 1923. 6.
Anna Jóhanna Sumarliðadóttir, heldur á 7. Guðrúnu Lilju Guðmundsdóttur. 8. Ola-
fur Guðmundsson f.v. ferjumaður.
Fremri röð frá vinstri: 9. Margrét Halldóra Guðmundsdóttir. 10. Ingimundur
Þorgeir Guðmundsson. 11. Guðmundur Halldórsson. 12. Gunnar Guðmundsson, á
hnjám pabba.“
Um leið og enn og aftur er beðist velvirðingar á mistökum við vinnslu á grein Guðbjörns er
Gunnari þökkuð hans vinna. - Ritstj.
-142-