Goðasteinn - 01.09.2004, Page 145
Goðasteinn 2004
Kirkjustarf 2003
Kirkjustarf í Rangárþingi 2003
Rangárvallaprófastsdæmi
Um kirkjulegt starf í prófastsdæminu er það að segja, að starfið allt hafði sitt taktfasta
göngulag á árinu.
Dagur eldri borgara
Dagur eldri borgara var haldinn hátíðlegur að venju á uppstigningadag sem bar upp á
29. maí sl. með guðsþjónustu í Skarðskirkju og kaffisamsæti í Brúarlundi á eftir. Þar
nutum við höfðinglegra veitinga og skemmtunar heimamanna í tónlist, söng, bundnu og
töluðu orði. Vona ég að allir hafi þar glaðst á góðri stundu.
Eldri borgarar í kirkju
Eins tókum við prestarnir sl. vetur upp það samstarf við eldriborgarafélag sýslunnar
að skiptast á að fá eldri kynslóðina í messuheimsóknir yfir vetrartímann. Taka félags-
menn sig þá saman og koma gjarnan í rútu til guðsþjónustu og á eftir er drukkið kaffi og
reynt er að hafa „örlítið betra“ með messukaffinu. Svo góður rómur var gefinn að þessu,
að allir eru á einu máli um að halda þessum sið áfram.
Samráðsfundir presta
Prestarnir í prófastsdæminu reyna að hittast reglulega yfir vetrarmánuðina, að jafnaði
einu sinni í mánuði, til skrafs og ráðagerða sín í millum. Eins hefur prófastsdæmið staðið
fyrir námskeiðum, m.a. sóttu prestarnir ásamt kollegum í Skaftafellsprófastsdæmi
dagsnámskeið um heimilisofbeldi, sem dr. Sólveig Anna Bóasdóttir hélt utan um.
Framtíðarsýn kirkjunnar
Eftir áramót voru send út til allra sóknarnefnda vinnuhefti vegna stefnumótunarvinnu
þjóðkirkjunnar. Verkefnið miðaði að því að kirkjan mæti stöðu sína og mótaði
framtíðarsýn. Var unnið úr þeim upplýsingum sem bárust og í framhaldi haldnir fundir
vítt um land til kynningar á niðurstöðum verkefnisins. Þeir Þorvaldur Karl Helgason
biskupsritari og dr. Runólfur Smári Steinþórsson, sem leiddi þetta verkefni, komu á
sameiginlegan fund sem við Rangæingar og Skaftfellingar héldum nú í júníbyrjun á
Hvolsvelli með sóknarnefndarfólki okkar og kynntu niðurstöður SVÓT greiningarinnar
sem notuð var við þessa vinnu.
-143-