Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 146
Kirkjustarf 2003
Goðasteinn 2004
Jöfnunarsjóður sókna
Mig langar að nefna nýtt fyrirkomulag við úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna. Nú er það
fyrirkomulag komið á að umsóknir um styrk úr Jöfnunarsjóði þurfa að berast prófasti í
síðasta lagi 5. október hvers árs, sem síðan áframsendast til kirkjuráðs fyrir 15. október,
eftir að prófastur hefur gengið úr skugga um að allar umsóknir séu rétt útfylltar og
umbeðnar upplýsingar komi fram. Síðan sendir kirkjuráð umsóknirnar aftur til baka heim
til héraðsnefndar, ásamt umsögn bygginga- og listanefndar þjóðkirkjunnar, og ákveðinni
rammaúthlutun fyir prófastsdæmið í heild. Héraðsnefnd prófastsdæmisins mun þá for-
gangsraða umsóknum og deila því út sem til skiptanna er og senda Kirkjuráði tillögu
sína. Það er síðan kirkjuráð sem úthlutar endanlega ákveðinni upphæð til þeirra umsækj-
enda sem staðist hafa kröfur sem settar eru fram á umsóknareyðublöðunum um styrk úr
sjóðnum.
Með þessari breyttu tilhögun er ákvörðunarvald flutt meira út í héruðin og því ber
sannarlega að fagna, en jafnframt er Ijóst að með aukinni ábyrgð eykst líka vandi héraðs-
nefnda. Kirkjuráð ítrekar að umsóknir sem berast eftir að tilskilinn frestur er runninn út,
eða sem uppfylla ekki skilyrði kirkjuráðs um frágang verða ekki teknar til afgreiðslu.
Hverri umsókn skal fylgja sex mánaða rekstraryfirlit þessa árs og áætlun til loka ársins,
rekstaráætlun næsta árs, sundurliðuð kostnaðaráætlun verkefnis sem sótt er um styrk til
og ljósrit af teikningum, eftir því sem við á hverju sinni. Einnig er mjög mikilvægt að
gefa upp allar umbeðnar upplýsingar um sóknarnefndarformenn og eftirlitsmenn fram-
kvæmda, auk þess sem unsóknir skuli undirritaðar af formanni sóknarnefndar og sóknar-
presti.
Breyttur héraðsfundartími
Á undanfömum héraðsfundum hefur prófastur hvatt til þess að allar sóknir haldi aðal-
safnaðarfundi sína fyrir 15. júní ár hvert, svo sem kveðið er á um í starfsreglum og skili
reikningum fyrir sóknir og kirkjugarða í framhaldi af þeim. Viðbrögð við þessari
málaleitan hafa undantekningarlaust verið góð og kann prófastur sóknarnefndum og
gjaldkerum þeirra hinar bestu þakkir fyrir. Á síðasta héraðsfundi sem haldinn var í
Krosskirkju og Gunnarshólma í Landeyjum 7. sept. sl. var sanrþykkt að færa héraðsfund
prófastsdæmisins fram til vors. Ástæða þessarar breytingar er sú að ríkisendurskoðun
leggur þunga áherslu á að reikningum kirkna og sókna sé skilað fyrir júníbyrjun, en einn-
ig eru það tilmæli frá biskupi að héraðsfundir séu haldnir að vori, sér í lagi ef þau mál
sem kirkjuþing felur héraðsfundum að ræða, eiga að skila sér á tilsettum tíma á ný til
þingsins, því starfandi nefndir á vegum þess verða að hafa haustið til að vinna úr þeim
ályktunum sem gerðar eru á fundum víðs vegar um landið. Það fer vaxandi að leita eftir
áliti héraðsfunda áður en ákvörðun er tekin um ákveðin mál á kirkjuþingi, og er það vel
og liður í að styrkja þá enn frekar til þátttöku í stjórnsýslu kirkjunnar.
Hér lýk ég yfirferð minni yfir starf prófastsdæmisins, þótt margt sé eflaust enn ónefnt,
en þakka samstarf og samfélag við lærða og leika og þakka góðum Guði fyrir þá náð sem
hann hefur gefið okkur, og megi hans blessun fygja okkur í starfi í bráð og lengd.
-144-
Halldóra J. Þorvarðardóttir
prófastur