Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 149
Goðasteinn 2004
Kirkjustarf 2003
Skarðskirkja
Starfið innan sóknarinnar hefur allt verið með hefðbundnu sniði. Skarðskirkju hefur
lýst upp króna nokkur er gengið hefur undir nafninu „rokkakrónan“. Þessi ljósakróna er
gamall gripur, líklega smíðuð í kringum 1870 af Jóni rokkadrejera, hagleikssmið er var
kunnur af rokkasmíð sinni, og til gamans má geta að sr. Sigurður í Odda er einn af af-
komendum hans. Króna þessi hékk uppi í gömlu Skarðskirkju sem tekin var niður þegar
kirkjan sem nú stendur var byggð árið 1931, og var henni ætluð sömu örlög og öðrum
gömlum hlutum - að enda á öskuhaugum, og þangað var hún lent, þegar húsfreyjan í
Skarði, Sigríður Einarsdóttir, tók hana til haga á ný og setti upp í nýju kirkjuna. Seinna
meir var hún rafvædd og í helgidómnum hefur hún verið æ síðan, en orðin heldur framlág
og bar enn meir á því eftir lagfæringarnar í kirkjunni fyrir tveimur árum. Því var það að
hún var fengin Gunnari nokkrum Bjarnasyni smíðameistara í hendur og hann beðinn um
að athuga hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir hana. Hann sá strax um hvílíkan kjörgrip
var að ræða, og gerði hana upp og lét einnig endurnýja rafleiðslur og perustæðin. Og á
páskadag voru ljósin aftur tendruð á krónunni góðu og lýsti hún sem aldrei fyrr. Þessi
króna er nú í dag einstakur gripur, því flestallar þær ljósakrónur sem voru smíðaðar með
þessu rokkalagi, eru nú löngu grafnar og gleymdar og vitum við ekki til þess að fleiri séu
til í kirkjum landsins. Kostnaðinn við viðgerðina á Ijósakrónunni gaf Hafdís Jóhanns-
dóttir til minningar um eiginmann sinn, Hákon heitinn Kristinsson frá Skarði.
I sóknarnefnd Skarðssóknar sitja Elínborg Sváfnisdóttir formaður, Hjallanesi, Margrét
Gísladóttir Vindási og Sigríður Th. Sæmundsdóttir Skarði.
/
Arbæjarkirkja
Kirkjustarf allt hefur verið í sinni taktbundnu hrynjandi nú eftir að kirkjan var endur-
bætt öll að innan. Enn er þó ólokið að mála kirkjuloftið fyrir ofan kórinn og einnig á eftir
að vinna meira við glugga kirkjunnar. Nú í haust kom Guðmundur Rafn umsjónarmaður
kirkjugarða í Arbæ til að undirbúa mælingu á kirkjugarðinum, sér í lagi nýju viðbótinni,
og eins til að setja upp nákvæma leiðaskráningu. Mun hann nota veturinn til að vinna í
því verkefni og er gert ráð fyrir því að að vori liggi öll gögn fyrir og hægt verði að setja
legstaðaskrána inn í miðlægan gagnagrunn hjá Garður.is.
í sóknarnefnd Árbæjarkirkju sitja Þórunn Ragnarsdóttir formaður, Rauðalæk, Jóna
Sveinsdóttir Meiri-Tungu og Valtýr Valtýsson Meiri-Tungu.
Kálfholtskirkja
I sumar sem leið var nýja viðbótin við Kálfholtskirkjugarð vígð við hátíðlega athöfn, á
blíðu hásumarkvöldi eftir guðsþjónustu í kirkjunni sunnudagskvöldið 22. júní. Þetta
kvöld söðluðu sóknarbörn fáka sína og komu ríðandi til kirkju, eins og hefð hefur skapast
fyrir í kringum Jónsmessu hvert ár. Eftir að menn höfðu hlýtt á guðsorðið og predikun
prestsins, tekið vel undir í sálmasöng og bæn, var haldið niður að gömlu bæjarlindinni,
sem nú hefur verið hlaðin upp og hreinsuð, þar sem vígslan fór fram.
Formaður sóknarnefndar, Jónas Jónsson í Kálfholti, hélt þar ávarp og greindi frá fram-
kvæmdum, en nýtt malbikað bílaplan er nú komið við kirkjuna, stétt hellulögð fyrir fram-
an sáluhliðið og kirkjugarðsveggurinn að vestanverðu verið hlaðinn upp, auk þess sem
stuttur garðveggur var hlaðinn upp fyrir enda stéttarinnar svo að einskonar torg myndast
hjá sáluhliðinu, en þar fyrir neðan er fagur garður með göngustíg niður að lindinni og
-147-