Goðasteinn - 01.09.2004, Síða 152
Kirkjustarf 2003
Goðasteinn 2004
má geta að af þessum fermingarbörnum eru 4 úr Ásólfsskálakirkjusókn. Haldinn var
aðalsafnaðarfundur að Ásólfsskála 26.10. hjá Jónu og Viðari með góðgjörðum frá þeim,
sem sóknarnefnd þakkar fyrir. Endurkosnir voru aðal- og varamenn í sóknarnefnd: Katrín
Birna Viðarsdóttir formaður, Sigmar Sigurðsson og Guðlaugur Einarsson meðstjórnend-
ur. Varamenn: Anna Tómasdóttir, Leifur Einarsson og Eyja Þóra Einarsdóttir. Ákveðið
var að fara í meira viðhald á kirkjunni. Skráning í gardur.is er enn í vinnslu. í desember
var breyting á hitamálum kirkjunnar, hitaveitusamningi rift og sett upp hitatúpa. Gamla
orgel kirkjunnar var selt s.l. sumar að stóra Ási í Hálsasveit. / Katrín Birna Viðarsdóttir.
Stóra-Dalskirkja
Sóknarnefnd hélt þrjá bókaða fundi á árinu, sótti fundinn hjá sóknarpresti í janúar og
héraðsfund prófastsdæmisins. Unnið var að málun á kirkjuþaki og köntum. Keyptur var
nýr hátíðarhökull. Ýmis málefni voru styrkt. Peningagjafir bárust: Áheit kr. 5.000.-.
Peningagjöf frá N.N. kr. 100.000.-. Minningagjafir: um Guðrúnu Jakobsdóttur kr. 600.-,
um Berg Sæmundsson kr. 1.000.-, um Guðmund Sveinbjörnsson kr. 1.000.-, um Sigurð
Sveinsson kr. 500,- og um Guðrúnu, Ólaf og Eymund kr. 3.000.-. I sóknarnefnd eru
Baldur Björnsson formaður, Sigurjón Sveinbjörnsson og Kristján Mikkelsen. Varamenn
eru Rósa Aðalsteinsdóttir, sem jafnframt er safnaðarfulltrúi og Fríða Hjartardóttir.
Skoðunarmenn reikninga eru Sveinbjörn Jónsson og Auður Sigurðardóttir. / Baldur
Björnsson.
Krosskirkja
Ýmislegt hefur verið aðhafst í Krosssókn. Gengið hefur verið frá umhverfi
Systkinahúss, þökulagt umhverfis það og einnig lögð gangstétt og/eða hraðahindrun milli
Systkinahúss og kirkjustéttar. Málað hefur verið grindverk umhverfis kirkjugarð.
Krosskirkja styrkir árlega Hjálparstofnun kirkjunnar o.fl. Krosskirkjugarður styrkti
Voðmúlustaðakapellu um 1/3 af kirkjugarðsgjöldum. Sóknarnefnd sér um kirkjukaffi eftir
messu í Systkinahúsi. Fyrirhugað er að hlaða grjótvegg meðfram suðurhlið kirkju-
garðsins og einnig að mála Systkinahús. Um þrif á kirkjunni hefur Kvenfélagið Freyja
séð um eins og undafarin ár. I ágúst tók sóknarnefndin við viðurkenningu úr minn-
ingarsjóði Rögnu Sigurðardóttir frá Kjarri fyrir umhverfi og aðgengi að Krosskirkju og
Systkinahúsi. í sóknarnefnd eru Guðrún Aradóttir gjaldkeri, Helga Bergsdóttir ritari og
Guðni Ragnarsson formaður. / Guðni Ragnarsson.
Akureyj arkirkj a
Sóknarnefndin tók þátt í verkefninu um stefnumótun kirkjunnar, og sendi frá sér
hugleiðingar sínar til stjórnenda verkefnisins. Unnið var að málningu og viðhaldi á
tréverki umhverfis kirkjugarðinn og garðurinn sleginn og minnismerki lagfærð. Steyptur
var nýr grunnur undir kirkjuna, sem Byggingaþjónustan ehf á Hvolsvelli sá um í samráði
við Húsfriðunarnefnd og gluggar kirkjunnar málaðir að innan. Einnig voru ytri hurðir
lagfærðar. Hellulögn var lögð frá sáluhliði að kirkjudyrum. Uppfyding með hellulögn
þökulögð og 4 gangstéttarljós sett með hellulögninni. Á árinu var keyptur garðsláttutrakt-
or til kirkjugarðsins. I sóknarnefnd eiga sæti: Haraldur Júlíusson Akurey, Ragnheiður
Jónsdóttir Vestra-Fíflholti og Þóra Gissurardóttir Eystra-Fíflholti. / Haraldur Júlíusson.
150-